spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvenær berst Sunna?

Hvenær berst Sunna?

Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Invicta FC í kvöld. En hvenær byrja bardagarnir og hvenær berst Sunna?

Invicta er með átta kvenna útsláttarmót sem kallast Phoenix Rising. Þar keppa átta konur um strávigtartitil Invicta og er Sunna meðal keppenda. Sigurvegari mótsins þarf að keppa þrjá bardaga á einu kvöldi en fyrstu tvær umferðirnar fela í sér aðeins eina fimm mínútna lotu hvor.

Sunna mætir Kailin Curran í fyrstu umferð en bardaginn er ein lota rétt eins og undanúrslitin. Dregið verður svo í undanúrslit eftir að fyrstu fjórir bardagarnir klárast en sú sem klárar bardaga sinn á sem skemmstum tíma má velja sér andstæðing í undanúrslit.

Þær Itzel Equivel og Alyssa Krahn keppa í varabardaga á kvöldinu en sigurvegarinn þar getur komist í undanúrslit strávigtarmótsins ef keppandi þarf að draga sig úr leik eftir fyrstu umferð.

Bardagakvöldið hefst á miðnætti á íslenskum tíma og er Sunna í fyrsta bardaga kvöldsins. Áhorfendur ættu því að vera búin að setja sig í stellingar á miðnætti. Bardagakvöldið er sýnt á Stöð 2 Sport og Fight Pass rás UFC.

Bardagarnir verða í eftirfarandi röð:

Strávigtarmót: Sunna Rannveig Davíðsdóttir gegn Kailin Curran
Strávigtarmót: Danielle Taylor gegn Juliana Lima
Strávigtarmót: Manjit Kolekar gegn Brianna Van Buren
Strávigtarmót: Amber Brown gegn Sharon Jacobson
Varabardagi: Itzel Equivel gegn Alyssa Krahn
Fyrri undanúrslitabardagi: Óráðið
Seinni undanúrslitabardagi: Óráðið
Strávigt: Magdalena Sormova gegn Kay Hansen
Úrslitabardagi: Óráðið

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular