spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar ONE:Inside the Matrix II?

Hvenær byrjar ONE:Inside the Matrix II?

ONE Championship verður með bardagakvöld í Singapore á morgun, föstudag. Í aðalbardaganum mætast veltivigtarmeistarinn Kiamrian Abbasov og James Nakashima.

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur lítið verið að gerast í ONE Championship á undanförnum misserum. Síðasta föstudag var fyrsta bardagakvöldið í langan tíma og nefndist það ONE: Inside the Matrix. Á morgun er eins konar framhald á því kvöldi og nefnist það ONE: Inside the Matrix II.

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 12:30 á íslenskum tíma en einungis verða 5 bardagar á dagskrá og verður kvöldinu streymt beint á Youtube rás ONE Championship

Í næstsíðasta bardaga dagsins mun Rússinn Timofey Nastyukhin og Hollendingurinn Peter Buist mætast í léttvigt sem sker úr um hvor þeirra mætir léttvigarmeistaranum Christian Lee um beltið. Timofey Nastyukhin er þekktastur fyrir það að vera fyrsti andstæðingur fyrrum UFC léttvigarmeistarans Eddie Alvarez í ONE Championship. Nastyukhin gerði sér lítð fyrir og rotaði Eddie Alvarez í fyrstu lotu.

Bardagakvöldið (hefst kl. 12:30)

Veltivigt titilbardagi: Kiamrian Abbasov gegn James Nakashima
Léttvigt: Timofey Nastyukhin gegn Pieter Buist
Fluguvigt: Kim Kyu Sung gegn Yuya Wakamatsu                                            
Fluguvigt: Eko Roni Saputra gegn Ramon Gonzales                                              
Atómvigt kvenna: Priscilla Hertati Lumban Gaol gegn Meng Bo       

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular