spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC 248?

Hvenær byrjar UFC 248?

UFC 248 fer fram í kvöld í Las Vegas. Þeir Israel Adesanya og Yoel Romero mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Það eru tveir titilbardagar á dagskrá í kvöld. Israel Adesanya tekur á móti Yoel Romero í sinni fyrstu titilvörn. Weili Zhang mætir fyrrum meistaranum Joanna Jedrzejczyk í strávigt kvenna en þetta verður einnig fyrsta titilvörn Zhang.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:15 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Allir bardagarnir eru aðgengilegir á Íslandi á Fight Pass rás UFC en kaupa þarf aðalhluta bardagakvöldsins á 30,49 evrur (4.379 kr.).

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefjast kl. 3:00)

Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya gegn Yoel Romero
Titilbardagi í strávigt kvenna: Zhang Weili gegn Joanna Jędrzejczyk
Léttvigt: Beneil Dariush gegn Drakkar Klose
Veltivigt: Neil Magny gegn Li Jingliang
Veltivigt: Alex Oliveira gegn Max Griffin

ESPN upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)

Bantamvigt: Sean O’Malley gegn José Alberto Quiñónez
Léttvigt: Mark Madsen gegn Austin Hubbard
Millivigt: Rodolfo Vieira gegn Saparbek Safarov
Millivigt: Gerald Meerschaert gegn Deron Winn

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Fjaðurvigt: Giga Chikadze gegn Jamall Emmers
Bantamvigt: Danaa Batgerel gegn Guido Cannetti

Bardagi Emili Whitmire og Polyana Viana féll niður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular