UFC 252 fer fram í nótt í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins verður barist um þungavigtartitil UFC en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Alla 6 upphitunarbardagana má sjá á Fight Pass rás UFC frítt fyrir áskrifendur en kaupa þarf aðalhluta bardagakvöldsins á 30,49 evrur (4.932 ISK).
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)
Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Daniel Cormier
Bantamvigt: Sean O’Malley gegn Marlon Vera
Þungavigt: Junior dos Santos gegn Jairzinho Rozenstruik
Bantamvigt: John Dodson gegn Merab Dvalishvili
Hentivigt (149,5 pund*): Herbert Burns gegn Daniel Pineda
ESPN upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti):
Léttvigt: Jim Miller gegn Vinc Pichel
Strávigt kvenna: Felice Herrig gegn Virna Jandiroba
Hentivigt (146,5 pund**): T.J Brown gegn Daniel Chavez
Strávigt kvenna: Ashley Yoder gegn Lívia Renata Souza
UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:00)
Þungavigt: Chris Daukaus gegn Parker Porter
Fjaðurvigt: Kai Kamaka III gegn Tony Kelley
*Burns náði ekki vigt
**Brown náði ekki vigt