UFC er með spennandi bardagakvöld í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Israel Adesanya og Paulo Costa um millivigtartitil UFC.
Bardagakvöldið fer fram á bardagaeyjunni í Abu Dhabi. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:00 á íslenskum tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Aðalhluti bardagakvöldsins er því að hefjast kl. 6 um morguninn á staðartíma í Abu Dhabi.
Alla bardagana er hægt að horfa á Fight Pass rás UFC en kaupa þarf aðalhluta bardagakvöldsins á 30,49 evrur (4.947 ISK). Aðalhluti bardagakvöldsins verður einnig sýndur á ViaPlay.
Mesta spennan er fyrir titilabardaga Adesanya og Paulo Costa. Báðir eru ósigraðir og verður þetta nautið gegn nautabananum í kvöld. Við fáum nýjan meistara í kvöld í léttþungavigt en beltið er laust eftir að Jon Jones lét beltið af hendi.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)
Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya gegn Paulo Costa
Titilbardagi í léttþungavigt: Dominick Reyes gegn Jan Błachowicz
Fluguvigt: Kai Kara-France gegn Brandon Royval
Bantamvigt kvenna: Ketlen Vieira gegn Sijara Eubanks
Hentivigt (150 pund)*: Hakeem Dawodu gegn Zubaira Tukhugov
ESPN 2 / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti):
Léttvigt: Brad Riddell gegn Alex da Silva
Veltivigt: Diego Sanchez gegn Jake Matthews
Hentivigt (150 pund)**: Shane Young gegn Ľudovít Klein
Léttþungavigt: William Knight gegn Aleksa Camur
UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:00):
Þungavigt: Juan Espino gegn Jeff Hughes
Léttþungavigt: Khadis Ibragimov gegn Danilo Marques
*Tukhugov náði ekki vigt.
**Klein náði ekki vigt.