Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentConor McGregor birtir einkaskilaboð við Dana White og segist ætla að boxa...

Conor McGregor birtir einkaskilaboð við Dana White og segist ætla að boxa við Manny Pacquiao

Conor McGregor var virkur á Twitter fyrr í dag. Conor vildi berjast nokkrum sinnum á þessu ári en segist í dag vera hættur.

Conor McGregor byrjaði árið á auðveldum sigri gegn Donald Cerrone á aðeins 40 sekúndum. Þá talaði hann um að hann vildi taka þrjá bardaga á þessu ári en eftir að Covid-19 faraldurinn skall á hefur ekkert gerst. Conor tilkynnti síðan að hann væri hættur.

Diego Sanchez berst um helgina gegn Jake Matthews á UFC 253 en hann vill klára ferilinn með bardaga gegn Conor McGregor. Conor sagðist vera vel til í það á Twitter og birti í kjölfarið skjáskot af einkasamtölum við Dana White, forseta UFC.

Í einkaskilaboðunum, sem áttu sér stað í febrúar áður en kórónuveiran skall á, segist Conor vilja berjast sem fyrst. Dana White býður honum bardaga í júlí en það var ekki nógu snemmt fyrir Conor.

Á meðan allir bardagar UFC fara fram fyrir luktum dyrum hefur UFC ekki viljað bóka Conor í bardaga. Tekjur af miðasölu fyrir UFC eru um 15 milljónir dollara þegar Conor berst og því vill UFC ekki missa af.

Conor segist því ætla að boxa við Manny Pacquiao. Báðir eru þeir hjá Paradigm Sports Management umboðsskrifstofunni og gæti það auðveldað aðilum að ná samningum. UFC mun þó alltaf vilja sína sneið af kökunni þar sem Conor er samningsbundinn UFC og er langt í að þessi bardagi verði að veruleika.

Conor er duglegur að gaspra á samfélagsmiðlum án þess að mikið innihald sé á bakvið það.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular