Saturday, April 20, 2024
HomeErlentHvenær byrjar UFC 254?

Hvenær byrjar UFC 254?

UFC 254 fer fram á laugardaginn frá Abu Dhabi. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje en bardagarnir eru á besta tíma hér heima.

Það verður svo sannarlega veisla í kvöld þegar UFC 254 fer fram enda eru bardagarnir á besta tíma hér á Íslandi. Fyrsti bardaginn hefst kl. 15:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 18:00 á laugardagskvöldið.

Aðalhluti bardagakvöldsins verður sýndur á ViaPlay með íslenskri lýsingu (kostar 1.599 ISK á mánuði en ekki þarf að greiða sérstaklega Pay Per View fyrir kvöldið) en einnig er hægt að kaupa Pay Per View á Fight Pass rás UFC fyrir 30,49 evrur (5.048 ISK). Áskrifendur af Fight Pass geta horfa á alla upphitunarbardagana í beinni.

Ekki láta þessa veislu framhjá þér fara!

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 18:00)

Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Justin Gaethje
Millivigt: Robert Whittaker gegn Jared Cannonier 
Þungavigt: Alexander Volkov gegn Walt Harris
Millivigt: Jacob Malkoun gegn Phil Hawes
Fluguvigt kvenna: Lauren Murphy gegn Liliya Shakirova
Léttþungavigt: Magomed Ankalaev gegn Ion Cuțelaba                     

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 16:00)

Þungavigt: Stefan Struve gegn Tai Tuivasa
Hentivigt (140 pund): Nathaniel Wood gegn Casey Kenney
Hentivigt (173 pund): Alex Oliveira gegn Shavkat Rakhmonov 
Léttþungavigt: Da Un Jung gegn Sam Alvey  

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 15:00)

Fluguvigt kvenna: Liana Jojua gegn Miranda Maverick 
Hentivigt (158 pund): Joel Álvarez gegn Alexander Yakovlev

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular