spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC 258?

Hvenær byrjar UFC 258?

UFC 258 fer fram í kvöld í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Kamaru Usman og Gilbert Burns en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrrum æfingafélagarnir Kamaru Usman og Gilbert Burns þekkja hvorn annan gríðarlega vel. Það verður áhugavert að sjá hvernig bardaginn mun spilast og spurning hvort þeir bjóði upp á eitthvað nýtt gegn fyrrum æfingafélaganum.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Áskrifendur á Ultimate Annual á Fight Pass rás UFC geta horft á alla bardaga kvöldsins en aðalhluti bardagakvödsins er einnig sýndur á ViaPlay með íslenskri lýsingu. en ekki þarf að borga sérstaklega fyrir Pay Per View á ViaPlay.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Titilbardagi í veltivigt: Kamaru Usman gegn Gilbert Burns
Fluguvigt kvenna: Maycee Barber gegn Alexa Grasso                                   
Millivigt: Kelvin Gastelum gegn Ian Heinisch
Fjaðurvigt: Ricky Simon gegn Brian Kelleher
Millivigt: Maki Pitolo gegn Julian Marquez

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)

Millivigt: Rodolfo Viera gegn Anthony Hernandez
Veltivigt: Belal Muhammad gegn Dhiego Lima
Strávigt kvenna: Polyana Viana gegn Mallory Martin
Hentivigt (140 pund): Andre Ewell gegn Chris Gutiérrez

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Veltivigt: Gabriel Green gegn Philip Rowe
Fluguvigt kvenna: Gillian Robertson gegn Miranda Maverick

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular