UFC 259 fer fram í kvöld og er þetta eitt mest spennandi bardagakvöld ársins. Þrír titilbardagar eru á dagskrá en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
Það eru hvorki fleiri né færri en 15 bardagar á dagskrá á þessu frábæra bardagakvöldi. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:15 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Áskrifendur á Ultimate Annual á Fight Pass rás UFC geta horft á alla bardaga kvöldsins en aðalhluti bardagakvödsins er einnig sýndur á ViaPlay með íslenskri lýsingu og þarf ekki að borga sérstaklega fyrir Pay Per View á Viaplay.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefjast kl. 3:00)
Titilbardagi í léttþungavigt: Jan Błachowicz gegn Israel Adesanya
Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Megan Anderson
Titilbardagi í bantamvigt: Petr Yan gegn Aljamain Sterling
Léttvigt: Islam Makhachev gegn Drew Dober
Léttþungavigt: Thiago Santos gegn Aleksandar Rakić
ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)
Bantamvigt: Dominick Cruz gegn Casey Kenney
Bantamvigt: Song Yadong gegn Kyler Phillips
Hentivigt (127 pund*): Joseph Benavidez gegn Askar Askarov
Fluguvigt: Rogério Bontorin gegn Kai Kara-France
ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:15)
Fluguvigt: Tim Elliott gegn Jordan Espinosa
Léttþungavigt: Kennedy Nzechukwu gegn Carlos Ulberg
Veltivigt: Sean Brady gegn Jake Matthews
Strávigt kvenna: Lívia Renata Souza gegn Amanda Lemos
Léttvigt: Uroš Medić gegn Aalon Cruz
Bantamvigt: Mario Bautista gegn Trevin Jones
*Askar Askarov náði ekki vigt.