Saturday, February 24, 2024
HomeErlentIsrael Adesanya vel undir í vigtuninni

Israel Adesanya vel undir í vigtuninni

Vigtunin fyrir UFC 259 fór fram fyrr í dag. Israel Adesanya var tæpum fimm pundum undir.

Millivigtarmeistarinn Israel Adesanya fer upp í léttþungavigt og skorar á meistarann þar, Jan Blachowicz, í aðalbardaga kvöldsins á UFC 259. Blachowicz var 205 pund slétt fyrir léttþungavigtarbardagann en Adesanya var 200,5 pund eða 4,5 pundum undir. Adesanya var vel undir og hélt á pizza kassa á vigtinni.

Í hinum titilbardögum kvöldsins var allt eðlilegt. Amanda Nunes var 145 pund og Megan Anderson 144,5 pund fyrir titilbardaga þeirra í fjaðurvigt kvenna. Meistarinn Petr Yan var 135 pund og Aljamain Sterling 134,5 pund.

Allir bardagamenn kvöldsins náðu vigt nema Askar Askarov en hann var einu pundi of þungur fyrir fluguvigtarbardaga þeirra.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular