spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC 262?

Hvenær byrjar UFC 262?

UFC 262 fer fram í kvöld þar sem barist verður um léttvigtarbeltið. Þeir Charles Oliveira og Michael Chandler mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Khabib Nurmagomedov var ríkjandi meistari en þegar hann hætti eftir sinn síðasta sigur er léttvigtarbeltið laust. Þeir Michael Chandler og Charles Oliveira munu berjast um lausan titilinn í nótt og má búast við hörku bardaga.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Áskrifendur á Ultimate Annual á Fight Pass rás UFC geta horft á alla bardaga kvöldsins en aðalhluti bardagakvödsins er einnig sýndur á Viaplay með íslenskri lýsingu.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)

Titilbardagi í léttvigt: Charles Oliveira gegn Michael Chandler
Léttvigt: Tony Ferguson gegn Beneil Dariush
Fluguvigt kvenna: Katlyn Chookagiangegn Viviane Araújo
Fjaðurvigt: Shane Burgos gegn Edson Barboza
Hentivigt (137 pund*): Matt Schnell gegn Rogério Bontorin  

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Millivigt: Ronaldo Souza gegn André Muniz
Fjaðurvigt: Lando Vannata gegn Mike Grundy
Fluguvigt kvenna: Andrea Lee gegn Antonina Shevchenko
Millivigt: Jordan Wright gegn Jamie Pickett  

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:30)

Fluguvigt kvenna: Gina Mazany gegn Priscila Cachoeira
Fjaðurvigt: Kevin Aguilar gegn Tucker Lutz
Léttvigt: Christos Giagos gegn Sean Soriano

*Bontorin náði ekki vigt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular