spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Anderson vs. Blachowicz 2?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Anderson vs. Blachowicz 2?

UFC er með fínasta bardagakvöld í Rio Rancho í Nýju-Mexíkó í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Corey Anderson og Jan Blachowicz en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00. Allir bardagarnir eru aðgengilegir á Íslandi á Fight Pass rás UFC.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jan Blachowicz og Corey Anderson en báðir eru á góðri sigurgöngu. Blachowicz hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum og Anderson fjóra í röð. Sigurvegarinn gæti fengið næsta titilbardaga gegn Jon Jones ef Dominick Reyes fær ekki annan titilbardaga strax.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast tveir skrautlegir; Diego Sanchez og Michel Pereira. Pereira var með alltof mikil fíflalæti í síðasta bardaga og var búinn á því í 1. lotu. Diego Sanchez er ekkert á því að hætta í MMA og berst sinn 31. bardaga í UFC í kvöld.

Reynsluboltinn Jim Miller berst sinn 34. bardaga í UFC í kvöld og jafnar þar með met Donald Cerrone yfir flesta bardaga í sögu UFC. Bardaga kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 1:00)

Léttþungavigt: Corey Anderson gegn Jan Błachowicz                                    Veltivigt: Diego Sanchez gegn Michel Pereira
Fluguvigt kvenna: Montana De La Rosa gegn Mara Romero Borella
Léttvigt: Brok Weaver gegn Kazula Vargas
Hentivigt (128 pund)*: Rogério Bontorin gegn Ray Borg
Léttvigt: Lando Vannata gegn Yancy Medeiros

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)

Veltivigt: Tim Means gegn Daniel Rodriguez
Bantamvigt: John Dodson gegn Nathaniel Wood
Léttvigt: Jim Miller gegn Scott Holtzman
Léttþungavigt: Devin Clark gegn Dequan Townsend
Bantamvigt: Casey Kenney gegn Merab Dvalishvili
Bantamweight kvenna: Macy Chiasson gegn Shanna Young
Fluguvigt: Mark De La Rosa gegn Raulian Paiva

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular