UFC er með bardagakvöld á dagskrá í kvöld í Las Vegas. Þeir Leon Edwards og Belal Muhammad mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá hvenær bardagakvöldið hefst.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00 og verður í beinni á Viaplay.
Leon Edwards hefur ekki barist síðan í júlí 2019 en kórónuveiran hefur leikið hann grátt. Hann hefur bæði fengið veiruna og misst stóra bardaga vegna veirunnar. Edwards átti upphaflega að mæta Khamzat Chimaev en þegar hann datt út kom Belal Muhammad inn.
Muhammad hefur unnið átta af síðustu níu bardögum sínum. Muhammad barðist síðast bara í febrúar en þá sigraði hann Dhiego Lima. Muhammad situr í 13. sæti styrkleikalistans og verður þetta áhugaverður bardagi.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 1:00)
Veltivigt: Leon Edwards gegn Belal Muhammad
Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Ryan Spann
Fjaðurvigt: Dan Ige gegn Gavin Tucker
Bantamvigt: Jonathan Martinez gegn Davey Grant
Fluguvigt: Matheus Nicolau gegn Manel Kape
Millivigt: Eryk Anders gegn Darren Stewart
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)
Strávigt kvenna: Angela Hill gegn Ashley Yoder
Fjaðurvigt: Charles Jourdain gegn Marcelo Rojo
Bantamvigt: Rani Yahya gegn Ray Rodriguez
Léttvigt: Nasrat Haqparast gegn Rafa García
Fluguvigt kvenna: Cortney Casey gegn JJ Aldrich
Strávigt kvenna: Jinh Yu Frey gegn Gloria de Paul
Veltivigt: Matthew Semelsberger gegn Jason Witt