spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Felder vs. Hooker?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Felder vs. Hooker?

UFC er með bardagakvöld í Auckland í Nýja-Sjálandi í kvöld. Þeir Paul Felder og Dan Hooker mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21 á íslenskum tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti. Það þýðir að fyrsti bardaginn er að hefjast kl. 10 á sunnudagsmorgni í Nýja-Sjálandi. Allir bardagarnir eru aðgengilegir á Íslandi á Fight Pass rás UFC.

Í aðalbardaganum fáum við spennandi bardaga í léttvigtinni sem getur varla klikkað. Heimamaðurinn Hooker er á góðu skriði en hann hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum. Felder hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum en sigurvegarinn tekur skref fram í titilbaráttunni.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti)

Léttvigt: Paul Felder gegn Dan Hooker
Léttþungavigt: Jimmy Crute gegn Michał Oleksiejczuk
Strávigt kvenna: Karolina Kowalkiewicz gegn Yan Xiaonan
Þungavigt: Ben Sosoli gegn Marcos Rogério de Lima
Léttvigt: Brad Riddell gegn Magomed Mustafaev     

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 21:00)

Fjaðurvigt: Kevin Aguilar gegn Zubaira Tukhugov
Léttvigt: Jalin Turner gegn Joshua Culibao
Veltivigt: Jake Matthews gegn Emil Weber Meek
Veltivigt: Callan Potter gegn Song Kenan
Fluguvigt: Kai Kara-France gegn Tyson Nam
Strávigt kvenna: Loma Lookboonmee gegn Angela Hill
Fluguvigt kvenna: Priscila Cachoeira gegn Shana Dobson

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular