UFC er með bardagakvöld í Brasilíu í kvöld fyrir luktum dyrum. Það eru frábærir bardagar á dagskrá en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Kevin Lee og Charles Oliveira. Kevin Lee náði ekki vigt í gær og því fer bardaginn fram í 158,5 punda hentivigt.
Vegna Covic -19 veirunnar verður áhorfendum og blaðamönnum ekki hleypt inn á bardagakvöldið. 16 þúsund manna Ginásio Nilson Nelson höllin í Brasilíu verður því tóm fyrir utan bardagamenn, hornamenn og starfsmenn UFC. Stemningin verður sérstök á kvöldinu en bardagarnir eru spennandi.
Bardagakvöldinu var flýtt um tvo tíma og hefst fyrsti bardagi kl. 19:00 á íslenskum tíma. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 22:00 og verða bardagarnir því á fínum tíma hér heima.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 22:00)
Hentivigt (158,5 pund): Kevin Lee gegn Charles Oliveira
Veltivigt: Demian Maia gegn Gilbert Burns
Léttvigt: Renato Moicano gegn Damir Hadžović
Léttþungavigt: Johnny Walker gegn Nikita Krylov
Léttvigt: Francisco Trinaldo gegn John Makdessi
ESPN+/ESPN upphitunarbardagar (hefjast kl. 19:00)
Fluguvigt: Jussier Formiga gegn Brandon Moreno
Strávigt kvenna: Randa Markos gegn Amanda Ribas
Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos gegn Alexey Kunchenko
Bantamvigt: Rani Yahya gegn Enrique Barzola
Fluguvigt kvenna: Maryna Moroz gegn Mayra Bueno Silva
Fluguvigt: Bruno Gustavo da Silva gegn David Dvořák
Bantamvigt kvenna: Veronica Macedo gegn Bea Malecki