UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Alistair Overeem og Augusto Sakai.
Það eru nokkrir spennandi bardagar á dagskrá í kvöld. Alistair Overeem berst sinn 66. MMA bardaga á ferlinum en hann ætlar að ná UFC beltinu áður en hann hættir. Með sigri á Sakai verður hann einu skrefi nær titilbardaganum.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en ViaPlay sýnir aðalhluta bardagakvöldsins. Hér má sjá þá bardaga sem eru á dagskrá í kvöld.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti)
Þungavigt: Alistair Overeem gegn Augusto Sakai
Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Alonzo Menifield
Veltivigt: Michel Pereira gegn Zelim Imadaev
Fjaðurvigt: Brian Kelleher gegn Kevin Natividad
Léttvigt: Thiago Moisés gegn Jalin Turner
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)
Millivigt: Andre Muniz gegn Bartosz Fabiński
Fluguvigt kvenna: Viviane Araújo gegn Montana De La Rosa
Þungavigt: Alexandr Romanov gegn Marcos Rogério de Lima
Bantamvigt: Cole Smith gegn Hunter Azure