Friday, April 26, 2024
HomeErlentMichel Pereira glímdi við beljur og hljóp með hestum fyrir bardagann um...

Michel Pereira glímdi við beljur og hljóp með hestum fyrir bardagann um helgina

Michel Pereira fer ótroðnar slóðir í undirbúningi sínum fyrir bardaga. Hann mætir Zelim Imadaev á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn en fyrir bardagann æfði hann á bóndabæ.

Michel Pereira er einn sá skrautlegasti í UFC. Pereira kom inn með hvelli og náði glæsilegu rothöggi í 1. lotu. Þar sýndi hann alls konar sirkustakta en náði rothögginu.

Í næsta bardaga fékk hann skell þar sem hann þreyttist fljótt á sirkustöktunum og tapaði eftir dómaraákvörðun. Hann var síðan dæmdur úr leik fyrir ólöglegt hné í síðasta bardaga gegn Diego Sanchez.

Nú fer hann óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir bardagann um helgina. „Ég prófa alltaf eitthvað nýtt. Fyrir þennan bardaga æfði ég með dýrum á bóndabæ. Ég reyni alltaf að prófa mismunandi hluti og æfa á ólíkum stöðum svo ég geti sýnt eitthvað nýtt í hvert sinn sem ég berst,“ sagði Pereira við fjölmiðla í gær.

„Ég æfði með beljum og reyndi að fella beljurnar og taka þær niður. Svo hljóp ég með hestunum. Ég upplifði mismunandi reynslu með ólíkum dýrum og reyndi að finna ólíkar leiðir til að takast á við dýrin.“

Það verður síðan að koma í ljós á morgun hvort þessar óhefðbundnu æfingabúðir virki.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular