UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jairzinho Rozenstruik og Ciryl Gane.
Aðalbardagi kvöldsins er mikilvægur bardagi í þungavigt UFC. Báðir eru nokkuð nýir í þungavigtinni og hafa báðir unnið reynslubolta að undanförnu. Það er því ákveðin endurnýjun að eiga sér stað í þungavigtinni en sigurvegarinn hér tekur stórt skref í átt að titlinum.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00. Alla bardagana verður hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins verður einnig sýndur beint á Viaplay með íslenskri lýsingu.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 1:00)
Þungavigt: Jairzinho Rozenstruik gegn Ciryl Gane
Léttþungavigt: Nikita Krylov gegn Magomed Ankalaev
Fluguvigt kvenna: Montana De La Rosa gegn Mayra Bueno Silva
Bantamvigt: Pedro Munhoz gegn Jimmie Rivera
Strávigt kvenna: Angela Hill gegn Ashley Yoder
Fjaðurvigt: Alex Caceres gegn Kevin Croom
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)
Léttvigt: Thiago Moisés gegn Alexander Hernandez
Bantamvigt kvenna: Sabina Mazo gegn Alexis Davis
Bantamvigt: Vince Cachero gegn Ronnie Lawrence
Hentivigt (210,5 pund): Dustin Jacoby gegn Maxim Grishin