Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentBestu bardagar helgarinnar – UFC FN: Rozenstruik vs. Gane

Bestu bardagar helgarinnar – UFC FN: Rozenstruik vs. Gane

UFC er með bardagakvöld í nótt þar sem þeir Jairzinho Rozenstruik og Ciryl Gane mætast í aðalbardaga kvöldsins. Hér förum við aðeins yfir bestu og áhugaverðustu bardaga helgarinnar.

Jairzinho Rozenstruik gegn Ciryl Gane

Þarna mætast tveir mjög spennandi þungavigtarmenn sem eru á uppleið. Báðir tóku þeir sinn fyrsta bardaga í UFC árið 2019 og eru núna á topp 10. Þetta er bardagi sem getur farið í allar áttir og eiginlega ómögulegt að spá fyrir úrslitum. Rozenstruik er með mikinn höggþunga en Gane er léttur á fæti og notar hraðann vel. Nánar má lesa um bardagann í leikgreiningu hér sem vert er að lesa.

Nikita Krylov gegn Magomed Ankalaev

Krylov er með ótrúleg tölfræði þegar kemur að því að klára bardaga en í 27 sigrum er hann með 11 rothögg og 15 uppgjafartök. Þá er eini sigurinn hans eftir dómaraákvörðun í seinasta bardaga sem var á móti Johnny Walker. Andstæðingur hans er alls ekki af slakri endanum en það er Magomed Ankalaev sem er á hraðri uppleið á styrkleikalistanum í léttþungavigtinni. Hjá honum fór eiginlega allt seinasta ár í að berjast við Ion Cutelaba en í fyrra bardaga þeirra vann Ankalaev snemma í fyrstu lotu en Cutelaba var ósáttur við að dómarinn hefði stoppað bardagann því að hann var að þykjast vera vankaður. Þannig að þeir þurftu að berjast aftur, en útaf Covid þurfti að fresta bardaganum þrisvar. Þrátt fyrir það vann Ankalaev aftur með rothöggi í fyrstu lotu.

Ankalaev er nánast búinn að eiga fullkomin UFC feril en einu mistökin sem hann hefur gert voru mjög stór en það var á móti Paul Craig þar sem Craig tókst að setja upp „triangle choke“ og vinna þegar einungis ein sekúnda var eftir af bardaganum. Fyrir þetta var Ankalaev að vinna bardagann mjög örugglega. Ankalaev er með fallegan stíl standandi þar sem hann er mjög hættulegur og verður spennandi að sjá það á móti jafn sterkum glímumanni og Krylov.

Alexander Hernandez gegn Thiago Moisés

Hernandez kom inn í UFC með látum þegar hann rotaði Beneil Dariush á 42 sekúndum í bardaga sem hann tók með stuttum fyrirvara. Eftir þetta setti UFC hann á hraðlestina og mætti hann Donald Cerrone í sínum þriðja bardaga og tapaði í annarri lotu. Einnig hefur hann tapað á móti Drew Dober í annarri lotu í þar seinasta bardaga.

Eftir það tap ákvað hann hins vegar að það væri kominn tími til að skipta um æfingabúðir og flutti sig yfir í Factory X. Fyrir það hafði hann einungis verið að æfa í óþekktum æfingabúðum í Texas. Eftir þetta virtist hann hafa breytt um stíl og er ekki lengur með jafn stórar hreyfingar og hann var með sem gerði það að verkum að hann þreyttist hratt. Thiago Moisés er ekki alveg jafn spennandi en hann er flottur Brassi sem er með mjög flotta glímu og hefur aldrei verið kláraður í MMA.

Sævar Helgi Víðisson
Sævar Helgi Víðisson
- Fjölmiðlafræðinemi - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Langt leiddur MMA aðdáandi
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular