Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaBoxmót HR 27. febrúar úrslit

Boxmót HR 27. febrúar úrslit

Mynd: Ásgeir Marteins.

Fyrsta boxmót ársins fór fram í dag hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur þar sem fimm bardagar voru á dagskrá.

Mótið fór fram í húsnæði Mjölnis í Öskjuhlíðinni. Í fyrsta bardaga dagsins mættust þeir Mikael Hrafn og Ísak Guðnason í unglingaflokki (junior). Báðir sýndu lipra takta enda efnilegir hnefaleikamenn en svo fór að Mikael Hrafn sigraði eftir dómaraákvörðun.

Í 2. bardaga dagsins mættust þeir Aron Franz og Ingimundur Árnason. Báðir voru að keppa sína fyrstu box bardaga og var bardaginn þrælskemmtilegur. Aron endaði á að vinna eftir dómaraákvörðun í jöfnum og spennandi bardaga.

Þeir Jón Marteinn og Mikhail Mikhailov áttu flottan bardaga þar sem Jón sigraði eftir dómaraákvörðun. Jón Marteinn var í lok mótsins valinn boxari mótsins af dómurum eftir flotta frammistöðu.

Kristín Sif og Hildur Ósk áttust við í næstsíðasta bardaga dagsins. Bardaginn var jafn en Kristín sigraði að lokum eftir klofna dómaraákvörðun.

Í síðasta bardaga dagsins mættust þeir Elmar Gauti og Arnis Kopstals. Arnis lenti góðum höggum snemma og var nokkrum skrefum framar en Elmar í dag. Arnis sigraði eftir dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga.

-69 kg
Mikael Hrafn (HR) sigraði Ísak Guðnason (HFK) eftir dómaraákvörðun.

-75 kg
Aron Franz (HR) sigraði Ingimund Árnason (HFR) eftir dómaraákvörðun.

-69 kg
Jón Marteinn (Æsir) sigraði Mikhail Mikhailov (Æsir/Bogatyr) eftir dómaraákvörðun.

-75 kg
Kristín Sif (HR) sigraði Hildi Ósk (HFR) eftir klofna dómaraákvörðun.

-91 kg
Arnis Kopstals (Æsir/Bogatyr) sigraði Elmar Gauta (HR) eftir dómaraákvörðun.

Síðustu tvo bardaga mótsins má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular