spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC Zagreb?

Hvenær byrjar UFC Zagreb?

roth jdsÍ dag fer fram skemmtilegt bardagakvöld í Zagreb í Króatíu. Bardagakvöldið er á góðum tíma hér á Íslandi.

Æ oftar sjáum við UFC bardagakvöld á sunnudögum. Líkt og þegar Gunnar Nelson berst í maí fer bardagakvöldið í kvöld fram á sunnudegi á góðum tíma hér á klakanum.

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl 14:30 á Fight Pass rás UFC. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst hins vegar kl 18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Ben Rothwell og Junior dos Santos. Bardaginn er mikilvægur í þungavigtinni enda gæti Rothwell fengið titilbardaga með sigri.

Þetta eru bardagar kvöldsins:

Aðalhluti bardagakvöldsins

Þungavigt: Ben Rothwell gegn Junior dos Santos
Þungavigt:Gabriel Gonzaga gegn Derrick Lewis
Þungavigt:Francis Ngannou gegn Curtis Blaydes
Þungavigt:Timothy Johnson gegn Marcin Tybura
Léttþungavigt: Igor Pokrajac gegn Jan Błachowicz
Strávigt kvenna: Maryna Moroz gegn Cristina Stanciu

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Veltivigt: Nicolas Dalby gegn Zak Cummings
Bantamvigt: Ian Entwistle gegn Alejandro Pérez
Léttvigt: Mairbek Taisumov gegn Damir Hadzović
Bantamvigt: Filip Pejić gegn Damian Stasiak

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Fjaðurvigt: Robert Whiteford gegn Lucas Martins
Þungavigt: Jared Cannonier gegn Cyril Asker
Millivigt: Bojan Veličković gegn Alessio Di Chirico

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular