spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær hefst ONE: Big Bang II?

Hvenær hefst ONE: Big Bang II?

ONE Championship verður með lítið bardagakvöld í Singapúr í dag. Bardagakvöldið er seinna kvöldið í Big Bang seríunni og nefnist kvöldið ONE: Big Bang II.

Sex bardagar verða á dagskrá; tveir kickbox bardagar, einn Muay Thai og þrír MMA bardagar. Í síðasta MMA bardaga kvöldsins mætast Japaninn Tetsuya Yamada (26-7-2) og Kim Jae Woong (4-4) frá Suður-Kóreu. Yamada verður að teljast líklegri til sigurs í bardaganum.

Hinir MMA bardagarnir á kvöldinu eru annars vegar í veltivigt á milli Agilan Thani og Tyler McGuire og hins vegar í bantamvigt á milli Ali Motamed og Chen Rui.

Stærsta nafnið á kvöldinu er Nieky Holzken (92-16) fyrrum Glory veltivigtar meistari í kickboxi. Hann mætir einum sterkasta kickboxara Ástralíu Elliot Compton (46-11).

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 12:30 í hádeginu á föstudaginn. Kvöldinu er streymt beint á Youtube rás ONE Championship

Bardagakvöldið (hefst kl. 12:30)

Muay Thai vluguvigt: Taiki Naito gegn Jonathan Haggerty (20-7)
Kickbox veltivigt: Nieky Holzken gegn Elliot Compton
Fjaðurvigt: Tetsuya Yamada gegn Kim Jae Woong
Kickbox þungavigt: Errol Zimmerman gegn Rade Opacic
Veltivigt: Agilan Thani gegn Tyler McGuire
Bantamvigt: Ali Motamed gegn Chen Rui

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular