Thursday, March 28, 2024
HomeErlentFjórir bardagar á UFC 256 dottið út eftir kórónuveirusmit

Fjórir bardagar á UFC 256 dottið út eftir kórónuveirusmit

Fjórði bardaginn féll niður í gær á UFC 256 eftir að keppandi greindist með kórónuveiruna. UFC hefur gengið illa að halda bardögum á dagskrá á síðustu bardagakvöldum.

UFC 256 fer fram á laugardaginn í Las Vegas. Fjórir bardagar hafa þegar fallið niður eftir kórónuveirusmit:

Sergey Spivak gegn Jared Vanderaa (Jared fékk Covid)
Karl Roberson gegn Dalcha Lungiambula (Karl fékk Covid)
Tecia Torres gegn Angela Hill (Hill fékk Covid)
Dwight Grant gegn Jingliang Li (Grant fékk Covid)

Mikil smit eru í Las Vegas og hefur UFC verið gagnrýnt fyrir að halda mönnum ekki í betri sótthví síðustu vikuna fyrir bardagana. Bardagamönnum og þjálfurum er frjálst að yfirgefa hótel bardagmanna hvenær sem er í bardagavikunni nema eftir vigtunina á föstudeginum. Margir eru að greinast á síðustu stundu en UFC hefur þurft að hætta við fjóra bardaga síðasta sólarhringinn fyrir bardagana á síðustu tveimur bardagakvöldum vegna kórónuveirusmits.

Stærstu bardagar kvöldsins á UFC 256 eru ennþá á dagskrá og vonandi helst það þannig.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular