Friday, March 29, 2024
HomeErlentBellator: Nýr meistari í fluguvigt kvenna

Bellator: Nýr meistari í fluguvigt kvenna

Bellator 254 fór fram í nótt í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Ilima-Lei Macfarlane og Juliana Velasquez.

Ilima-Lei Macfarlane var ríkjandi fluguvigtarmeistari kvenna fyrir bardagann. Hún var ósigruð rétt eins og andstæðingur hennar Velasquez. Meistarinn Macfarlane komst aldrei í gang og var Velasquez einfaldlega betri yfir loturnar fimm. Velasquez virkaði stærri en meistarinn og sigraði eftir einróma dómaraákvörðun.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við fyrrum ACB bardagamennina Magomed Magomedov og Matheus Mattos etja kappi. Magomedov hafði yfirhönd og sigraði eftir dómaraákvörðun en hann kastaði Mattos til og frá.

Þetta var síðasta bardagakvöld ársins í Bellator en bardagana er hægt að sjá í heild sinni hér á Youtube.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fluguvigt kvenna: Juliana Velasquez sigraði Ilima-Lei Macfarlane eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Magomed Magomedov sigraði Matheus Mattos eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Linton Vassell sigraði Ronny Markes með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 3:37 í 2. lotu.
Millivigt: Romero Cotton sigraði Justin Sumter með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:36 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar:

Veltivigt: Shamil Nikaev sigraði Kemran Lachinov eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Grant Neal sigraði Maurice Jackson með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:59 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Cody Law sigraði Kenny Champion með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:44 í 3. lotu.
Veltivigt: Billy Goff sigraði Robson Gracie Jr. með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 1:46 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular