Saturday, February 24, 2024
HomeErlentHvenær hefst ONE: Inside the Matrix III?

Hvenær hefst ONE: Inside the Matrix III?

ONE Championship verður með bardagakvöld í Singapúr á föstudaginn. Í aðalbardaganum mætast fyrrum ONE bantamvigtarmeistarinn Kevin Belingon og fyrrum UFC bardagamaðurinn John Lineker.

John Lineker vann sinn fyrsta bardaga í ONE fyrir rúmu ári síðan en á morgun mætir hann Kevin Belingon í sínum öðrum bardaga í samtökunum.

Það verður ágætis tilbreyting fyrir Kevin Belingon að mæta öðrum en núverandi ONE bantamvigtarmeistara Bibiano Fernandes en síðustu þrír bardagar Belingon hafa verið á móti Fernandes um bantamvigtartitilinn. Sú rimma fór 2-1 fyrir Fernandes en í heildina er staðan 3-1 fyrir Fernandes. Vinni John Lineker bardagann á föstudaginn er nær öruggt að Lineker tryggi sér bardaga við Fernandes um titilinn.

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 12:30 í hádeginu á föstudaginn. Eins og síðasta föstudag verða fimm bardagar á dagskrá og verður kvöldinu streymt beint á Youtube rás ONE Championship

Á kvöldinu berst Yuri Simoes sinn fyrsta MMA bardaga. Mikil eftirvænting ríkir fyrir þessum bardagamanni. Simoes er eini tvöfaldi IBJJF No-Gi heimsmeistari í opnum flokki svartbeltinga í sögunni (2014 og 2016) og tvöfaldur ADCC heimsmeistari (2015 og 2017). Hann hefur æft hjá AKA (með Khabib og Daniel Cormier og fleirum) síðustu fimm ár til að undirbúa sig fyrir MMA ferilinn. Andstæðingur Simoes er hinn kínverski Fan Rong (11-2)

Bardagakvöldið (hefst kl. 12:30)

Bantamvigt: John Lineker (32-9) gegn Kevin Belingon (20-7)
Hentivigt (64 kg): Min Jong Song (11-7) gegn Geje Eustaquio (13-8)
Veltivigt: Murad Ramazanov (9-0) gegn Hiroyuki Tetsuka (8-3)                                            
Millivigt: Yuri Simoes (0-0) gegn Fan Rong (11-2)                                              
Strávigt: Koha Minowa (10-2) gegn Lito Adiwang (11-2)         

      

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular