spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær hefst ONE: Inside the Matrix IV ?

Hvenær hefst ONE: Inside the Matrix IV ?

ONE Championship verður með bardagakvöld í Singapúr á föstudaginn. Kvöldið er það síðasta í Inside the Matrix seríunni og nefnist kvöldið ONE: Inside the Matrix IV.

Eins og á öðrum kvöldum í Inside the Matrix bardagaseríunni eru einungis fimm bardagar á dagskrá. ONE samtökin hafa undanfarið sett bardaga úr öðrum bardagaíþróttum á kvöldin sín.

Á þessu kvöldi er aðalbardaginn kickbox bardagi og næstsíðasti bardagi kvöldsins er Muay Thai bardagi en þeir þrír fyrstu í MMA. Þar sem að tveir aðalbardagar kvöldsins eru ekki MMA bardagar er mjög líklegt að hinu hefðbundna MMA búri verið skipt út fyrir box hring og verða allir bardagarnir háðir þar. Notast verður við hefbundna MMA hanska í öllum bardögum kvöldsins.

Bardagamennirnir á MMA hluta kvöldsins eru ekki líklegir til að fá titilbardaga eftir kvöldið en einhverjir gætu þó fengið stóran bardaga næst með sigri. Þar má helst nefna Suður-Kóreumannin Yoon Chang Min (4-0) sem mætir Ryogo Takahashi (13-4) í veltivigt. Suður-Kóreumaðurinn hefur barist alla fjóra bardaga sína á ferlinum í ONE og unnið þá alla – þrjá með uppgjafartaki og einn með rothöggi. Með sigri á morgun gæti Yoon Chang Min fengið stóran bardaga næst til að koma honum í titilumræðuna í fjaðurvigtinni.

Einnig má benda á bardagann milli Bruno Pucci (7-4) og Kwon Won Il (7-3) í síðasta MMA bardaga kvöldsins. Bruno Pucci er giftur skærustu stjörnu ONE Champioship, strávigtarmeistanum Angelu Lee. Angela Lee varð strávigtarmeistari árið 2016 þá aðeins 20 ára gömul og hefur haldið titlinum síðan. Bróðir hennar, ONE léttvigtarmeistarinn Christian Lee, er einnig risa nafn innan ONE. Ferill Bruno Pucci hefur ekki skinið eins skært og ferill tengdafjölskyldu hans í ONE samtökunum. Eitt er víst, að í horni hans verður Lee fjölskyldan eins og hún leggur sig, sem gæti gert gæfumuninn á föstudaginn.

https://www.instagram.com/p/CDVUJ1vlCpM/

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 12:30 í hádeginu í dag. Kvöldinu er streymt beint á Youtube rás ONE Championship

Bardagakvöldið (hefst kl. 12:30)

Hentivigt (58,3 kg) Kickbox: Aslanbek Zikreev gegn Wang Junguang (20-7)
Hentivigt (59 kg) Muay Thai: Ricky Ogden gegn Joseph Lasiri
Bantamvigt: Bruno Pucci (7-4) gegn Kwon Won Il (7-3)                                            
Fjaðurvigt: Ryogo Takahashi (13-4) gegn Yoon Chang Min (4-0)                                              
Hentivigt kvenna (61,35 kg): Maira Mazar (6-3) gegn Jung Yoon Choi (2-0)  

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular