spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær hefst ONE on TNT4?

Hvenær hefst ONE on TNT4?

ONE Championship verður með bardagakvöld í kvöld í Singapúr. Kvöldið heitir ONE on TNT 4.

Eins og nafnið gefur til kynna er þetta fjórða kvöldið í ONE on TNT seríunni og þar með það síðasta í seríunni. Kvöldin í seríunni eru miðuð að Bandaríkjamarkaði þar sem ONE teflir fram skemmtilegum bardagamönnum. Kvöldið í kvöld er engin undantekning, í aðalbardaga kvöldsins mætast Aung La N Sang og Reinier De Ridder um léttþungavigtartitilinn.

Aung La N Sang og Reinier De Ridder mættust í október á síðasta á ári en þá var Aung La N Sang tvöfaldur meistari (í millivigt og léttþungavigt) og var sá bardagi háður í millivigt. De Ridder vann þann bardaga með uppgjafartaki í fyrstu lotu. Í kvöld mætast þeir á ný, en nú er léttþungavigtar titillinn hans Aung la N Sang undir.

Aung La N Sang er einn vinsælasti bardagamaður ONE en hann kemur frá Myanmar þar sem hann er í guðatölu. Þegar hann berst fylgjast allir samlandar hans með enda eini íþróttamaður landsins sem unnið hefur heimsmeistaratitil í svo stórri íþrótt. Gælunafnið hans búmenska Python slangan (e. Burmese Python) vísar í hæfileikana hans í uppgjafartökum en það er þó ekki eina vopnið hans því hann er í rauninni alveg jafn hættulegur standandi.

Reinier De Ridder (13-0) er svartbeltingur í brasilísku jiu-jitsu. Hann á fjóra bardaga í ONE, flestir sigrar hans á ferlinum hafa verið með uppgjafartaki (9), þrír eftir rothögg og einungis einn eftir dómaraákvörðun. Það verður því að teljast líklegt að bardaginn í kvöld eigi ekki eftir að enda í dómaraákvörðun, á hvorn veginn sem hann fer.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætir Eddie Alvarez inní ONE búrið í annað skiptið í mánuðinum. Alvarez mætti Iuri Lapicus á ONE on TNT 1 í byrjun mánaðar þar sem honum var dæmdur ósigur eftir ólögleg högg í hnakka andstæðings síns. Í síðustu viku voru úrslit bardagans gerð ógild (e. no-contest).

Alvarez er mikið í mun um að minna bandaríska aðdáendur á sig og fékk það í gegn að berjast aftur í ONE on TNT seríunni. Ákveðið var að fá Suður-Kóreumanninn Ok Rae Yoon til að mæta Alvarez en Yoon sigraði Marat Gafurov eftir dómaraákvörðun í síðustu viku á ONE on TNT 3. Við vonum bara að Yoon hafi náð góðri hvíld eftir bardagann!

Nýjasta stjarna ONE Championship, Oumar „Reug Reug“ Kane mætir aftur í hringinn í þungavigtinni en þetta verður þriðji bardagi Kane á árinu. Hinir tveir hafa endað með rothöggi í fyrstu lotu.

Á kvöldinu átti Sage Northcutt að berjast á móti hinum goðsagnarkenda Shinya Aoki en Northcutt þurfti að hætta við bardagann vegna eftirkasta af Covid-19 veikindum. Eduard Folayang mun stíga inn og mæta Aoki. Kapparnir þekkjast ágætlega en þeir hafa mæst tvisvar áður. Folayang vann fyrstu viðureignina með rothöggi í fyrstu lotu en Aoki vann þá næstu með uppgjafartaki. Spennandi verður að sjá hvor þeirra lokar einvíginu í kvöld.

Aðdáendur Northcutt fjölskyldunar þurfa samt ekki að örvænta, systir Sage, Colbey Northcutt berst í fyrsta bardaga kvöldsins á móti Courtney Martin sem byrjar sinn atvinnumannaferil í MMA á kvöldinu.

Kvöldið byrjar klukkan 00:30 í kvöld og er streymt á Youtube rás ONE Championship

En einnig er hægt að horfa á hér fyrir neðan:

Bardagakvöldið (hefst kl. 00:30)

Léttþungavigt titilbardagi: Aung La N Sang (26-11) gegn Reinier De Ridder (13-0)
Léttvigt: Eddie Alvarez (30-7-2) gegn Ok Rae Yoon (12-3)
Þungavigt: Oumar Kane (3-0) gegn Kirill Grishenko (3-0)
Léttvigt: Eduard Folayang (22-10) gegn Shinya Aoki (46-9)
Muay Thai Strávigt kvenna: Jackie Buntan gegn Ekaterina Vandaryeva
Hentivigt kvenna (60,6 kg) Colbey Northcutt (1-1) gegn Courtney Martin (0-0)

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular