Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit: ONE on TNT4

Úrslit: ONE on TNT4

ONE Championship var með bardagakvöld í Singapúr í nótt. Fjórir MMA bardagar voru á dagskrá á þessu bardagkvöldi.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust léttþungavigtar meistarinn Aung La N Sang og millivigtarmeistarinn Reinier De Ridder um léttþungavigtartitilinn. Aung La N Sang hafði harm að hefna í bardaganum en De Ridder vann millivigtartitilinn af Aung La í október í fyrra.

Bardaginn fór að mestu leiti fram í gólfinu þar sem BJJ svartbeltingurinn Reinier de Ridder stjórnaði bardaganum með höggum og tilraunum til uppgjafartaka þar sem Reinier var oft nálægt því að klára að bardagann. Í fjörugum bardaga var sigur Reinier de Ridder aldrei í hættu. De Ridder náði því léttþungavigtartitlinum og er því orðinn tvöfaldur meistari í ONE Championship.

Eddie Alvarez mætti Ok Rae Yoon í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Alvarez pressaði Yoon mjög vel í byrjun fyrstu lotu en Yoon náði að verjast vel. Yoon náði svo nokkrum góðum höggum á Eddie sem féll í gólfið og fylgdi vel á eftir með fjölda högga í gólfinu en einhvern veginn náði Alvarez að standa þennan storm af sér og fyrsta lota kláraðist.

Næstu tvær lotur voru nokkuð jafnar þar sem þeir skiptust á höggum standandi. Eftir skemmtilegan bardaga var Yoon dæmdur sigur á stigum. Martröð Eddie heldur því áfram í ONE en eftir fjóra bardaga í ONE hefur Eddie Alvarez unnið einn, tapað tveimur og einn dæmdur ógildur. Síðustu tvær vikur hafa verið draumi líkast fyrir Yoon þar sem hann vann fyrrum léttvigtarmeistara ONE, Marat Gafurov, í síðustu viku. Eftir þessar tvær frábæru frammistöður á hann skilið að fá bardaga um léttvigtartitilinn á móti meistaranum Christian Lee.

Goðsögnin Shinya Aoki gerði sér lítið fyrir og vann sinn fjórða bardaga í röð þegar hann vann Eduard Folayang með uppgjafartaki í fyrstu lotu. Aoki gæti einnig komið til greina sem næsti andstæðingur Yoon.

Oumar ‘Reug Reug’ Kane mætti Kirill Grisenko í þungavigtinni á kvöldinu. Fyrir bardagann hafði Kane unnið báða sína bardaga í ONE í fyrstu lotu með höggum í gólfinu. Grisenko reyndist of stór biti fyrir Kane. Grisenko náði að halda bardaganum standandi og var Kane orðinn mjög þreyttur þegar leið á aðra lotu. Grisenko náði góðu höggi á Kane um leið og bjallan gall í lok lotunnar. Kane náði að kvarta yfir högginu áður en hann féll í gólfið en Kane vildi meina að höggið hefði komið eftir að lotan kláraðist en dómarinn taldi höggið löglegt og fyrsta tap Kane orðið að veruleika.

Þetta kvöld lokaði ONE on TNT seríunni og er næsta ONE Championship kvöld á dagskrá 28. maí.

Úrslit ONE on TNT 4

Léttþungavigt titilbardagi: Reinier De Ridder (14-0) sigraði Aung La N Sang (26-12) með dómaraákvörðun
Léttvigt: Ok Rae Yoon (13-3) sigraði Eddie Alvarez 30-8-2) með dómaraákvörðun
Þungavigt: Kirill Grishenko (4-0) sigraði Oumar Kane (3-1) með tæknilegu rothöggi í annari lotu
Léttvigt: Shinya Aoki (47-9) sigraði Eduard Folayang (22-11) með uppgjafartaki (armbar) í fyrstu lotu.
Muay Thai Strávigt kvenna: Jackie Buntan sigraði Ekaterina Vandaryeva með dómaraákvörðun
Hentivigt kvenna (60,6kg) Colbey Northcutt (2-1) sigraði Courtney Martin (0-1) með uppgjafartaki (armbar) í fyrstu lotu.

Hér fyrir neðan má sjá bardagakvöldið í heild:

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular