Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYoel Romero dregur sig úr bardaganum gegn Anthony Johnson

Yoel Romero dregur sig úr bardaganum gegn Anthony Johnson

Yoel Romero átti að mæta Anthony ‘Rumble’ Johnson á Bellator 258 þann 7. maí. Romero hefur nú þurft að draga sig úr bardaganum af óljósum ástæðum.

Mikil spenna var fyrir bardaganum en þetta átti að vera frumraun beggja í Bellator. Bardaginn var hluti af útsláttarmóti Bellator í léttþungavigt en nú þarf að finna nýjan andstæðing fyrir Johnson með skömmum fyrirvara.

Samkvæmt Bellator stóðst Romero ekki læknisskoðun en frekari upplýsingar um læknisskoðunina hafa ekki verið opinberaðar.

8-manna útsláttarmót Bellator í léttþungavigt hófst í apríl og hefur farið vel af stað en þetta var einn mest spennandi bardagi mótsins. Það verður áhugavert að sjá hver fer í búrið gegn Anthony Johnson en Johnson hefur ekki barist síðan 2017 þegar hann tapaði fyrir Daniel Cormier.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular