Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Reyes vs. Prochazka?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Reyes vs. Prochazka?

UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Dominick Reyes og Jiri Prochazka en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Aðalbardagi kvöldsins er mikilvægur fyrir léttþungavigtina. Dominick Reyes vill ólmur vinna sig upp í annan titilbardaga eftir að hafa verið rotaður gegn Jan Blachowicz í sínum síðasta titilbardaga. Eftir tvö töp í röð þarf hann að rífa sig upp. Jiri Prochazka átti frábæra frumraun í UFC í fyrra og gæti fengið næsta titilbardaga með sigri.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Allir bardagarnir eru sýndir á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins er líka sýndur á Viaplay.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)

Léttþungavigt: Dominick Reyes gegn Jiří Procházka
Fjaðurvigt: Giga Chikadze gegn Cub Swanson
Léttþungavigt: Ion Cuțelaba gegn Dustin Jacoby
Millivigt: Sean Strickland gegn Krzysztof Jotko
Bantamvigt: Merab Dvalishvili gegn Cody Stamann
Hentivigt (128,5 pund*): Poliana Botelho gegn Luana Carolina        

ESPN2 / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:00)

Strávigt kvenna: Randa Markos gegn Luana Pinheiro
Fjaðurvigt: Kai Kamaka III gegn T.J. Brown
Strávigt kvenna: Loma Lookboonmee gegn Sam Hughes
Millivigt: Andreas Michailidis gegn KB Bhullar
Fjaðurvigt: Luke Sanders gegn Felipe Colares

*Luana Carolina náði ekki vigt

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular