spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær hefst ONE: Unbreakable II?

Hvenær hefst ONE: Unbreakable II?

ONE Championship verður með bardagakvöld í Singapúr á föstudaginn. Kvöldið heitir ONE: Unbreakable II.

Fimm MMA bardagar verða á dagskrá á föstudaginn, þar af tveir í þungavigtinni, en bardagarnir fóru fram síðasta föstudag. Kvöldið hefst á áhugaverðasta bardaga kvöldsins. Bardaga milli tveggja risa trölla – Alain Ngalani (4-5) og Oumar ‘Reug Reug’ Kane (1-0) frá Senegal.

Sjá einnig: Afrísk glímustjarna með vel heppnaða frumraun í MMA

Alain Ngalani er með vöðvabyggingu sem lætur Yoel Romero líta illa út í samanburði. Hann er í grunninn kickboxari og þrátt fyrir sín rúmu hundrað kíló af vöðvum er hann frekar kvikur á fæti. Eitt högg frá Ngalani getur auðveldlega rotað hvaða andstæðing sem er hvort sem það er hnefahögg eða spark. Hans helsti galli er að hann er frekar lélegur í gólfinu.

Andstæðingur Ngalani er senegalski glímukappinn Oumar Kane einnig þekktur sem Reug Reug, en hann er engin smá smíði heldur. Kane er ein skærasta stjarnan í senegalskri glímu sem fer fram undir berum himni í sandi, á risa stórum leikvöngum í Senegal. Senegölsku glímumennirnir eru í eins konar guðatölu í heimalandinu. Hægt er að fræðast meira um senegalska glímu í þáttunum Fightworld á Netflix.

Oumar Kane hefur aðeins barist einn MMA bardaga en sá bardagi vannst með tækilegu rothöggi. Líklegt er að Kane reyni að ná bardaganum í gólfið strax og klári Ngalani með höggum nema Ngalani hitti góðu höggi á undan!

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir bardagann.

Þungavigtin í ONE samtökunum er ekki stór en ONE hefur í gegnum tíðina sett saman áhugaverða bardaga í þyngdarflokknum frekar en að byggja á miklum gæðum. Annar bardagi sem vert er að fylgjast vel með er aðalbardagi kvöldsins.

Þar mætast þeir Mauro Cerilli (13-4) frá Ítalíu og Rússinn Abdulbasir Vagabov (12-1). Vagabov þreytir frumraun sína í ONE á föstudaginn en hann er óþekkt stærð þrátt fyrir sína 12 sigra. Flestir bardagar hans eru háðir í litlum samtökum í Rússlandi og verður áhugavert að sjá hvað hann gerir í ONE.

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 12:30 í hádeginu á föstudaginn. Kvöldinu er streymt beint á Youtube rás ONE Championship. Einnig hægt að horfa á hér fyrir neðan:

Bardagakvöldið (hefst kl. 12:30)

Þungavigt: Mauro Cerilli (13-4) gegn Abdulbasir Vagabov (12-1)
Fluguvigt: Daichi Takenaka (12-2) gegn Ivanildo Delfino (8-1)
Bantamvigt: Chen Rui (9-1) gegn Kwon Won Il (8-3)
Kickbox léttþungavigt: Mihajlo Kecojevic gegn Beybulat Isaev
Hentivigt kvenna (62,5 kg) : Sovannahry Em (3-1) gegn Choi Jeong Yun (2-1)
Þungavigt: Alain Ngalani (4-5) gegn Oumar Kane (1-0)

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular