Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentONE: Unbreakable II úrslit

ONE: Unbreakable II úrslit

ONE Championship frumsýndi bardagakvöld í gær sem þó fór fram á föstudaginn í síðustu viku. Fimm MMA bardagar voru á dagskrá á þessu bardagakvöldi.

Fyrsta bardaga kvöldsins var beðið með eftirvætningu. Bardagi milli tveggja trölla, Alain Ngalani og Oumar ‘Reug Reug’ Kane. Búist var við stuttum bardaga annað hvort með rothöggi frá Ngalani eða Kane kæmi bardaganum í gólfið og tækist að klára Ngalani með höggum þar.

Bardaginn byrjaði mjög rólega, svo rólega að dómarinn ákvað að veita bardagamönnunum tiltal og minnti þá á að þetta væri bardagi. Eftir tiltal dómarans náði Kane Ngalani upp við búrið og í kjölfarið náði hann bardaganum í gólfið með flottri fellu. Þar lét Kane höggin dynja á Ngalani þar til dómarinn hafði séð nóg og stoppaði bardagann.

Bardagakvöldið í heild var skemmtilegt þar sem enginn bardagi kvöldsins endaði í dómaraákvörðun. Hér fyrir neðan má sjá tilþrif kvöldsins:

Úrslit ONE: Unbreakable II

Þungavigt: Mauro Cerilli (14-4) sigraði Abdulbasir Vagabov (12-2) með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu (0:36).
Fluguvigt: Daichi Takenaka (13-2) sigraði Ivanildo Delfino (8-2) með uppgjafartaki (Rear naked choke) í þriðju lotu (2:55).
Bantamvigt: Kwon Won Il (9-3) sigraði Chen Rui (9-2) með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu (0:31).
Kickbox léttþungavigt: Beybulat Isaev sigraði Mihajlo Kecojevic með rothöggi í fyrstu lotu (1:22).
Hentivigt kvenna (62,5 kg) : Sovannahry Em (4-1) sigraði Choi Jeong Yun (2-2) með tæknilegu rothöggi í annarri lotu (2:51).
Þungavigt: Oumar Kane (2-0) Sigraði Alain Ngalani (4-6) með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu (4:32).

Hér fyrir neðan má sjá bardagakvöldið í heild sinni:

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular