ONE Championship verður með bardagakvöld í Singapúr á föstudaginn. Kvöldið heitir ONE: Collision Course.
Sex bardagar verða á dagskrá, fjórir í MMA, einn Muay thai og einn Kickbox. Í síðasta MMA bardaga kvöldsins mætast fyrrum fjaðurvigtarmeistarinn Marat Gafurov (17-3) og hinn ósigraði Lowen Tynanes (10-0) frá Bandaríkjunum í léttvigt. Sigri Tynanes bardagann er mjög líklegt að hann fái titilbardaga næst. Eftir að Gafurov tapaði fjaðurvigtartitlinum árið 2017 fór hann yfir í léttvigtina þar sem hann er með tvö töp og tvo sigra.
Annar ósigraður Bandaríkjamaður berst á kvöldinu, Troy Worthen (7-0), en hann mætir Rússanum Yusup Saadulaev (19-5-1) í bantamvigtinni.
Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 12:30 í hádeginu á föstudaginn. Kvöldinu er streymt beint á Youtube rás ONE Championship
Bardagakvöldið (hefst kl. 12:30)
Kickbox léttþungavigt: Roman Kryklia gegn Andrei Stoica
Muay Thai bantamvigt: Nong-o Gaiyanghadao gegn Rodlek Pk
Léttvigt: Marat Gafurov (17-3) gegn Lowen Tynanes (10-0)
Fluguvigt: Tatsumitsu Wada (22-11) gegn Yodkaikaev Fairtex
Bantamvigt: Yusup Saadulaev (19-5-1) gegn Troy Worthen (7-0)
Fluguvigt: Chan Rothana(7-3) gegn Xie Wei (5-3)