spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHver er með upprunalega léttvigtarbelti UFC?

Hver er með upprunalega léttvigtarbelti UFC?

Jens Pulver
Jens Pulver eftir sigurinn á Caol Uno.

Í kvöld verður barist um léttvigtarbelti UFC. Jens Pulver var fyrsti léttvigtarmeistari UFC en hver heldur upprunalegu léttvigtarbelti UFC?

Gefum okkur það að Jens Pulver hafi fengið eitt stykki léttvigtarbelti UFC til eignar og allir bardagar hans eftir það hafi verið upp á beltið (svo lengi sem bardagarnir voru í 155 punda flokki).

Pulver sigraði Caol Uno í fyrsta titilbardaganum í léttvigtinni í UFC í febrúar 2001. Upprunalega var flokkurinn nefndur bantamvigt (sem nú er 135 punda flokkur) en engu að síður var keppt í 155 punda flokki. Hann varði beltið svo tvívegis gegn Dennis Hallman og B.J. Penn í UFC.

Vegna samningsdeilna yfirgaf Jens Pulver UFC og var sviptur titlinum. Hann tapaði því aldrei beltinu í búrinu þannig séð og er því gaman að velta því fyrir sér hvar beltið er statt ef hann hefði ekki verið sviptur beltinu heldur barist upp á það.

Eftir tvo sigra utan UFC tapaði Pulver fyrir Duane Ludwig í UCC bardagasamtökunum í janúar 2003. Þar með hefði Ludwig átt léttvigtarbelti UFC en hann tapaði þessu ímyndaða belti svo til Tyson Griffin í Strikeforce árið 2006. Vissulega tapaði Ludwig bardögum á undan en þeir bardagar voru háðir í veltivigt eða í öðrum þyngdarflokkum. Bardaginn gegn Tyson Griffin var í léttvigt og var hann því kominn með þetta ímyndaða belti.

Sigurinn á Ludwig var einmitt síðasti bardagi Griffin áður en hann fór í UFC. Í hans öðrum bardaga í UFC mætti hann engum öðrum en Frankie Edgar þar sem Griffin tapaði. Eftir sigurinn á Griffin var Edgar 7-0 í UFC en upplifði sitt fyrsta tap er hann mætti Gray Maynard í apríl 2008.

Þar með var Maynard kominn með ímyndaða beltið og sigraði hann fimm bardaga í röð áður en hann fékk titilbardaga gegn alvöru léttvigtarmeistara UFC, Frankie Edgar. Fyrsti titilbardagi þeirra var jafntefli en Edgar tókst síðar að klára Maynard í frábærum bardaga.

Þar með var Frankie Edgar bæði með upprunalega léttvigtartitil UFC og alvöru léttvigtartitilinn og sameinaði hann því upprunalega beltið við alvöru léttvigtarbeltið.

Til að gera langa sögu stutta hefur beltið farið þessa leið: Jens Pulver-Duane Ludwig-Tyson Griffin-Frankie Edgar-Gray Maynard-Frankie Edgar.

Nú er Rafael dos Anjos meistarinn en það gæti breyst í kvöld er hann mætir Donald Cerrone á UFC on Fox bardagakvöldinu. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1.

rafael_dos_anjos_belt

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular