Monday, June 24, 2024
spot_img
HomeForsíðaHver er þessi Dana White í UFC? Þessi sköllótti með lætin?

Hver er þessi Dana White í UFC? Þessi sköllótti með lætin?

dana whiteDana White forseti UFC fæddist árið 1969 og ólst upp í kringum Boston og í Las Vegas. Dana var uppátækjasamur unglingur og átti það til að koma sjálfum sér í vesen og þurfti reglulega að skipta um skóla. Dana þótti efnilegur boxari þegar hann var yngri og það var boxáhugi hans sem kom honum í burt frá Boston. Dana var þekktur fyrir mikla hörku í hringnum og fyrir að geta tekið mikið af höggum.

Dana var með box kennslu fyrir unglinga í Southie, Boston. Reksturinn gekk ágætlega og til að eiga fyrir salti í grautinn fór Dana að bjóða upp á fitnessbox. Fitnessboxið fór að ganga það vel að menn frá Bostonmafíunni og næst alræmdasta manni á lista FBI yfir eftirlýsta menn, á eftir Osama Bin Laden, Whitey Bulger, mættu til Dana og kröfðu hann um pening fyrir „vernd“. Á seinasta degi frestsins sem þeir gáfu Dana, var okkar maður búinn að pakka niður í ferðatösku með flugmiða til Las Vegas aðra leið í rassvasanum.

Dana hélt áfram í boxinu í Vegas og lifði framan af á fitnessbox kennslu. Okkar maður fór einnig að sinna umboðsmennsku fyrir boxara og MMA bardagamenn þar á meðal menn á borð við Chuck Liddell og Tito Ortiz.

Í Vegas kom Dana sér aftur í samband við gamlan bekkjarbróðir sinn, Lorenzo Fertitta en hann og bróðir hans, Frank Fertitta, voru umsvifamiklir athafnamenn í Vegas. Dana og Lorenzo fóru að æfa saman BJJ. Eftir að hafa æft saman um tíma stakk Dana upp á því við bræðurna að þeir keyptu fyrirtæki sem var við það að deyja út, en það fyrirtæki var UFC.

UFC var á þessum tíma í eigu Semaphore Entertainment Group, sem var stofnað af Art Davies og Gracie fjölskyldunni. Fyrirtækið var í gríðarlegum vandræðum og sá fram á að Nevada, eitt af fáum ríkjum sem MMA var stundað í, væri að fara að banna MMA í ríkinu. Art Davies vissi ekki hver var að kaupa af sér UFC en var feginn að losna undan birgðinni. Eftir að Fertitta bræður stofna Zuffa og kaupa UFC af Art Davies og félögum, segir Art Davies að honum fannst einkennilegt að kaupin hafi þurft að fara fram daginn sem að „Nevada State Athletic Commission“ ákvað að banna ekki MMA í ríkinu. Það allra einkennilegasta fannst Art að Frank Fertitta átti sæti í nefndinni og kom að ákvörðuninni.

Fertitta bræður segja að hefði það ekki verið fyrir Dana White og þráhyggju hans fyrir árangri UFC og ástríðu fyrir MMA hefði UFC aldrei orðið að neinu. Fertitta sagði orðrétt í viðtali að ef einhver gosi frá Harvard með MBA gráðu hefði verið settur í að gera UFC að einhverju hefði það aldrei gengið upp.

Ekki nóg með að okkar maður hafi gert MMA að vinsælli íþrótt í Bandaríkjunum og einni mest vaxandi íþrótt í heiminum. Dana er mikill fjárhættuspilari og hefur meira að segja staðfest sjálfur að UFC sé ekki lengur með viðburði á Palms hótelinu í Las Vegas eftir að þeir skrúfuðu fyrir lánalínu sem hann var með. Starfsfólkið á Palms var þó ekki á par sátt við að Dana White sé ekki lengur að spila þar sem hann var gríðarlega örlátur með þjórfé.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular