spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHverju má búast við þegar þú byrjar í BJJ

Hverju má búast við þegar þú byrjar í BJJ

kob

BJJ er frábær íþrótt sem fólk af öllum stærðum og gerðum iðkar. Hér eru nokkrir hlutir sem flest allir BJJ iðkendur upplifa á fyrsta árinu sínu í BJJ:

Eymsli: Þú vaknar stundum með harðsperrur eða eymsli á stöðum sem þú vissir ekki að væru til.

Marblettir: Þú ert af einhverjum ástæðum öll/allur út í marblettum. Þú tekur oftast ekki eftir þeim en lappirnar geta litið út eins og þú sért með freknur á þeim. Oftast færðu þú marbletti aðeins á þitt eigið egó.

Gremja: Þú verður pirraður eða pirruð. Þú nærð ekki einhverju eða einhver annar iðkandi hnoðar þér saman eins og dúkku. Þú lærir að gefast upp, oft og mörgum sinnum. Ef þú vilt endilega verða pirraður þá tók það Gunnar Nelson fjögur ár að fá svart belti, þú munt líklegast verða þrefalt lengur EF þú ert góð/ur.

Misskilningur: Vinir þínir halda að þú sért að knúsa karlmenn, móðir þín heldur að þú sért að læra kung-fu. Fólk segir þér alls konar sögur að þeir eiga frænda sem þekkir einhvern sem hefur æft BJJ og er rosalega góður. Það er oftast haugur frá Neskaupstað sem æfir box.

Þvottur: Þú hefur aldrei sett neitt jafn oft í þvottavélina og gallann þinn. Þú færð svart belti í þrifnaði á fötum miklu fljótar en þú færð það í BJJ.

Þetta eru kannski neikvæðu hlutirnir við BJJ en hér eru nokkrir jákvæðir.

Hið andlega: Það hefur verið sagt að BJJ geri þig að betri persónu. Þú lærir að gefast upp og vinna vel með öðru fólki. Oft hefur verið sagt að vitleysingar haldist ekki lengi í BJJ (fyrir utan Rousimar Palhares). Þeir sem telja sig “grjótharða” verða oft fyrir vakningu þegar mjóir iðkendur sem spila “Dungeons and Dragons” sigra þá auðveldlega. Einnig losar BJJ um stress, erfitt er að hugsa um hið daglega líf á meðan þú rúllar.

Auðmýkt: Þú lærir að sýna auðmýkt og virðingu mjög fljótt. Það finnst engum gaman að tapa en í BJJ lærir fólk að læra af töpunum í stað þess að svekkja sig á þeim. Það er ótrúlega algengt í BJJ að þegar fólk tapar í glímu biður það andstæðinginn umsvifalaust um að sýna sér hvað það var sem hann gerði.

Líkamlegt atgervi: Þú munt verða sterkari. Ef þú æfir oft í viku þá verður þú sterkari, þú munt kannski ekki fá vaxtaræktarvöðva en þú færð styrk sem gagnast þér í daglegu lífi. Einnig verður auðveldara að opna krukkur þar sem gripið verður mun sterkara.

Fólk: Þú kynnist nýju fólki, þú eignast nýja vini og æfingarfélaga. Þessir vinir þínir reyna þó að slíta höndina af þér eða hengja þig en það reynast oft bestu vinirnir.

Að stórum hluta byggt á grein Royal Grappling Academy sem sjá má hér.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular