spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvernig kemur Cain Velasquiz til leiks á UFC 200?

Hvernig kemur Cain Velasquiz til leiks á UFC 200?

Cain Velasquez vs Junior Dos SantosÞað gleymist kannski eilítið í öllu fárinu í kringum UFC 200 að fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez snýr aftur á laugardaginn. En hvernig mun hann koma til leiks að þessu sinni?

Cain Velasquez er 33 ára (sem er enginn aldur í þungavigtinni) en samt er stöðugt verið að efast um heilsu hans og getu. Hann hefur átt í gríðarlega miklu basli með meiðsli og lítið barist á undanförnum árum.

Á laugardaginn mætir hann Travis Browne í fyrsta bardaganum á aðalhluta UFC 200 bardagakvöldsins. Þetta verður fyrsti bardagi hans í rúmt ár eða síðan hann tapaði þungavigtartitlinum til Fabricio Werdum þann 13. júní 2016. Þar áður hafði hann ekki barist í 19 mánuði vegna meiðsla.

Cain átti að mæta Werdum aftur í febrúar en eins og svo oft áður neyddist hann til að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Þetta hefur verið saga ferilsin hjá Cain. Stöðug meiðsli og lítið um bardaga. Að margra mati gæti Cain hæglega verið einn sá besti frá upphafi ef hann hefði haldist heill og barist meira. Þegar hann er upp á sitt besta virðist hann vera óstöðvandi mulningsvél sem lætur fátt stoppa sig.

Cain leit ekkert sérstaklega vel út gegn Fabricio Werdum í fyrra. Hvort sem það var upphafið að hnignun hans, erfiðar aðstæður hátt yfir sjávarmáli eða hann einfaldlega ryðgaður eftir langa fjarveru er erfitt að segja til um. Bardaginn gegn Browne um helgina er því gríðarlega mikilvægur fyrir framtíð Cain.

Verði hann sama mulningsvél og hann var áður mun hann fljótt fá annað tækifæri á titlinum. Öll þessi meiðsli hljóta hins vegar að taka sinn toll hjá Cain Velasquez. Á UFC 200 verður hann að vinna sannfærandi til að sýna að hann geti enn gert það sem sama og hann gerði við Antonio ‘Bigfoot’ Silva, Junior dos Santos og fleiri.

Bardaginn um helgina er enn einn stóri og mikilvægi bardaginn á þessi risa bardagakvöldi. UFC 200 verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.

cain velasquez travis browne

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular