spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxIcebox: Elmar Gauti upp um 2 þyngdarflokka

Icebox: Elmar Gauti upp um 2 þyngdarflokka

Icebox verður haldið í sjöunda skipti á morgun, föstudaginn 22. nóvember, í Kaplakrika þar sem Hafþór Magnússon frá HFH og Ibrahim Kolbeinn Jónsson frá Bogatýr mætast í aðalbardaga kvöldsins. Aðal hluti viðburðarins inniheldur fjórar æsispennandi viðureignir og verður í beinni útsendingu á Stöð2Sport. Einnig verða þrír aðrir bardagar á undir kortinu.

Elmar Gauti Halldórsson frá HR hefur verið að gera það ansi gott í hnefaleikasenunni undanfarin ár og eru margir orðnir spenntir fyrir því að sjá hann taka skrefið yfir í atvinnumennsku. Svo virðist sem ekki margir hér á landi geti staðið í honum í hans flokki, -75kg, en hann mun færa sig upp um tvo þyngdarflokka til að mæta Gabríel Marínó Róbertssyni frá Bogatýr í -86kg flokki. Gabríel er minna þekktur en er hörku boxari og hefur vakið mikla athygli á síðustu tveimur Icebox viðburðum. Gabríel er höggþungur og örvhentur með mikinn baráttuvilja og hefur skiljanlega stærð og þyngd yfir Elmar Gauta en Gabríel er klárlega á leiðinni í sitt stærsta og erfiðasta verkefni hingað til.

Fyrrverandi æfingafélagarnir Erika Nótt Einarsdóttir og Hildur Kristín Loftsdóttir munu mætast í öðrum bardaga aðal hlutans en það verður 10. bardaginn milli þeirra. Þær æfðu saman hjá HR en Hildur er komin yfir til HFH í dag. Þær mættust m.a. á fyrsta Icebox viðburðinum þar sem Hildur fór með sigur úr býtum. Erika hefur unnið 5 viðureignir og Hildur 4. Þær tvær mættust á bikarmóti Hnefaleikasambandsins fyrr í haust þar sem Erika vann en dómurinn var umdeildur og voru skiptar skoðanir hvor hefði átt sigurinn meira skilið. En eitt gátu flestir verið sammála um, að bardaginn var spennandi og eru eflaust margir spenntir fyrir að sjá þær endurtaka leikinn nú á stærsta hnefaleikasviði sem þekkist hér á landi.

Margir aðrir spennandi bardagar eru á dagskrá og hefst fyrsta viðureignin kl 18.15
Miðasala fer fram á tix.is og eins og alltaf mun seljast upp þannig ekki annað í stöðunni fyrir hnefaleikaáhugafólk en að drífa í því að ná sér í miða.

Davíð Rúnar Bjarnason mótshaldari og landsliðsþjálfari mætti í Fimmtu Lotuna, hlaðvarpsþátt MMA Frétta, og hitaði upp fyrir Iceboxið og gott betur en það í stórskemmtilegu viðtali.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular