Ingibjörg Helga er dottin úr leik á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Ingibjörg tapaði í 8-kvenna úrslitum í dag eftir klofna dómaraákvörðun í hörku bardaga.
Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir úr ISR Matrix, betur þekkt sem Imma helga, mætti Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan í morgun. Sadykova var Asíumeistari fyrr í sumar en hún sat hjá í fyrstu umferð í gær á meðan Imma sigraði breska stelpu eftir dómaraákvörðun.
Bardaginn var jafn og skemmtilegur og ljóst að Sadykova var ansi öflug. Svo fór að Sadykova sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hörku bardaga. Tveir dómararar gáfu Sadykova sigurinn á meðan sá þriðji taldi að Imma hefði unnið. Imma er því úr leik á mótinu í ár og er Björn Þorleifur Þorleifsson því síðasti Íslendingurinn sem er eftir á HM í MMA í ár. Björn Þorleifur mætir öflugum Ítala innan skamms.
RESULTS (Cage 3)
Nurzhamal Sadykova (KAZ) Def Ingibjorg Helga Anborsdottir (ICE) via SD
Oksana Pashkova (UKR) Def Qiuying Liu via UD#MMAWorlds2018 #Bahrain #Manama pic.twitter.com/OoNA5fHvR7— IMMAF (@IMMAFed) November 14, 2018