spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHM 2018: Ingibjörg Helga tapaði eftir klofna dómaraákvörðun

HM 2018: Ingibjörg Helga tapaði eftir klofna dómaraákvörðun

Mynd: Daniel Schälander.

Ingibjörg Helga er dottin úr leik á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Ingibjörg tapaði í 8-kvenna úrslitum í dag eftir klofna dómaraákvörðun í hörku bardaga.

Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir úr ISR Matrix, betur þekkt sem Imma helga, mætti Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan í morgun. Sadykova var Asíumeistari fyrr í sumar en hún sat hjá í fyrstu umferð í gær á meðan Imma sigraði breska stelpu eftir dómaraákvörðun.

Bardaginn var jafn og skemmtilegur og ljóst að Sadykova var ansi öflug. Svo fór að Sadykova sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hörku bardaga. Tveir dómararar gáfu Sadykova sigurinn á meðan sá þriðji taldi að Imma hefði unnið. Imma er því úr leik á mótinu í ár og er Björn Þorleifur Þorleifsson því síðasti Íslendingurinn sem er eftir á HM í MMA í ár. Björn Þorleifur mætir öflugum Ítala innan skamms.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular