Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the td-cloud-library domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/mmafrettir.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Islam gæti slegið met yfir léttvigtar titilvarnir, ætlar ekki að hætta fyrr en hann fær seinna beltið |
spot_img
Friday, April 18, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeEnglishIslam gæti slegið met yfir léttvigtar titilvarnir, ætlar ekki að hætta fyrr...

Islam gæti slegið met yfir léttvigtar titilvarnir, ætlar ekki að hætta fyrr en hann fær seinna beltið

Islam Makhachev mætir Renato Moicano í aðalbardaga UFC 311 í Los Angeles í kvöld/nótt. Islam deilir metinu yfir flestar titilvarnir í léttvigtinni með 4 öðrum bardagamönnum en gæti slegið það í kvöld ef honum tekst að verja beltið í 4. skipti.

Islam Makhachev varð léttvigtarmeistari með sigri sínum á Charles Oliveira á UFC 280 í október 2022 og hefur verið beltið þrisvar síðan þá. Hann deilir metinu yfir flestar titilvarnir með þjálfara sínum og æfingafélaga Khabib Nurmagomedov og einnig Frankie Edgar, Benson Henderson og BJ Penn.

Islam sagði í viðtali við TNT Sport í dag að hann sé ákveðinn í því að fara upp um þyngdarflokk og ætli ekki að hengja hanskana uppá hilluna fyrr en hann hefur fengið sitt seinna belti. Belal Muhammad æfingafélagi hans og vinur er þó meistarinn veltivigtinni og hefur lýst því yfir að hann langi ekki að berjast við Islam. Muhammad sagði að Islam gæti vel hoppað enn ofar, í 185 punda millivigtar þyngdarflokkinn, og unnið belti þar. Belal útilokar heldur ekki að hann geri það sjálfur ef honum tekst að verja sinn veltivigtartitil nokkrum sinnum.

“He is my friend,” sagði Makhachev um Muhammad. “We were training last week together. We have the (same) manager. Yeah, we will talk. Anything can change very quick. That’s why I am not planning to retire. I have time.”

Belal Muhammad á auðvitað rosalega erfitt verkefni framundan í Shavkat Rakhmonov og þrátt fyrir fleiri álitlega áskorendur í veltivigtinni væru góðar líkur á því að fyrsta titilvörn Shavkat yrði gegn Islam, ef Shavkat tekst að vinna Belal.

Fyrst þarf Islam Makhachev að sigra Renato Moicano í kvöld á UFC 311 en veðbankar telja allar líkur á því og hefur stuðullinn á sigri Moicano hækkað úr 7.15 upp í 9.5 frá því tilkynnt var um bardagann í gær.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið