spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÍslandsmeistaramótið í BJJ fer fram 23. nóvember

Íslandsmeistaramótið í BJJ fer fram 23. nóvember

Íslandsmeistaramót fullorðinna í brasilísku jiu-jitsu fer fram sunnudaginn 23. nóvember. Eins og undanfarin ár fer mótið fram í sal Ármenninga í Laugardalnum og er keppt í galla (Gi).

Gríðarleg aukning hefur verið í íþróttinni á undanförnum árum en í fyrra var metþátttaka þegar 94 keppendur voru skráðir til leiks. Má búast við svipaðri skráningu í ár. Frá upphafi Íslandsmeistaramótsins hafa einungis verið tveir kvennaflokkar en í ár verður tveimur kvennaflokkum bætt við.

Vigtun fer fram á mótsdag og er vigtað í galla. Mótið hefst kl 10:30 og er aðgangur ókeypis fyrir áhorfendur. Þyngdarflokkana má sjá hér að neðan en nánari upplýsingar má sjá á plakatinu hér að neðan.

Þyngdarflokkarnir verða eftirfarandi:

Karlar
-64 kg
-70 kg
-76 kg
-82,3 kg
-88,3 kg
-94,3 kg
-100,5 kg
+100,5 kg

Konur
-58 kg
-64 kg
-74 kg
+74 kg

Jafnframt verður keppt í opnum flokki karla og kvenna.

bjí

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular