Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaAlexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast í Svíþjóð þann 24. janúar!

Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast í Svíþjóð þann 24. janúar!

gustafssoUFC staðfesti fyrir skömmu að Alexander Gustafsson og Anthony Johnson muni mætast þann 24. janúar næstkomandi. Bardaginn fer fram í 30.000 manna höll í Svíþjóð og mun sigurvegarinn fá næsta titilbardaga í léttþungavigtinni.

Svíinn Alexander Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra léttþungavigtarmeistarann Jon Jones en þeir mættust í september 2013. Gustafsson átti að fá annað tækifæri gegn Jones í september á þessu ári en meiddist á hné og því tók Daniel Cormier hans stað. Jones meiddist svo sjálfur á hné og var bardaga Cormier og Jones frestað fram til 3. janúar.

Anthony Johnson hefur komið inn eins og stormsveipur í léttþungavigtina og sigraði óvænt Phil Davis í endurkomubardaga sínum í UFC. Hann rotaði svo Rogerio ‘Lil Nog’ Nogueira í júlí og er í 3. sæti á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni. Hann var nýlega settur í tímabundið bann af UFC eftir að hann var ákærður fyrir heimilsofbeldi. Johnson var í síðustu viku sýknaður af öllum ákærum og því gat UFC loksins staðfest þennan gríðarlega spennandi bardaga.

Bardaginn fer fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi og tekur leikvangurinn 30.000 manns í sæti. Þetta er aðeins í annað sinn sem UFC heldur viðburð á stórum leikvangi en UFC 129 fór fram á stórum leikvangi í Kanada þar sem 55.000 manns sáu Georges St. Pierre sigra Jake Shields.

Anthony Johnson Destroys Antonio Rogerio Nogueira UFC on Fox 12
Johnson rotar Lil Nog.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular