Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaÍþróttasamband Nevada herðir refsingar - Þriggja ára bann fyrir steranotkun

Íþróttasamband Nevada herðir refsingar – Þriggja ára bann fyrir steranotkun

UFC Logo Vector ResourceÍþróttsamband Nevada kynnti nýverið nýja stefnu í lyfjamálum- og eftirliti. Falli keppendur á lyfjaprófi vegna steranotkunar geta þeir átt yfir höfði sér þriggja ára keppnisbann.

Í nýju stefnunni eru refsingarnar töluvert þyngri. Þeir bardagamenn sem berjast í Nevada fylki, þar sem Las Vegas er staðsett, geta átt von á mun þyngri refsingum en áður þekkist. Nýju reglurnar taka gildi þann 1. september en refsingarnar má sjá hér að neðan.

SEDATIVES, MUSCLE RELAXANTS, SLEEP AIDS, ANXIOLYTICS, OPIATES, CANNABIS

  • First offense — 18 month suspension with 30 to 40% of the purse
  • Second offense — 2 year suspension with 40 to 50% of the purse
  • Third offense — 3 year suspension with 60 to 75% of the purse
  • Fourth offense — Lifetime suspension with up to 100% of the purse

DIURETICS BEING USED TO CUT WEIGHT

  • First offense — 2 year suspension with 30 to 40% of the purse
  • Second offense — 3 year suspension with 40 to 50% of the purse
  • Third offense — Lifetime suspension with up to 100% of the purse

STIMULANTS (COCAINE, AMPHETAMINES, ETC)

  • First offense — 2 year suspension with 35 to 45% of the purse
  • Second offense — 3 year suspension with 50 to 60% of the purse
  • Third offense — Lifetime suspension with up to 100% of the purse

ANABOLIC STEROIDS (INCLUDES TESTOSTERONE, HGH, ETC)

  • First offense — 3 year suspension with 50 to 75% of the purse
  • Second offense — 4 year suspension with 75 to 100% of the purse
  • Third offense — Lifetime suspension with up to 100% of the purse

AVOIDING DETECTION (RUNNING FROM A TEST, DECLINING TO TAKE DRUG TEST)

  • First offense — 4 year suspension with 75% of the purse
  • Second offense — Lifetime suspension with up to 100% of the purse

Samkvæmt stefnunni fá brotaþolar þriggja ára bann verði þeir uppvísir að steranotkun. Gerist keppandi sekur um steranotkun þrívegis fær keppandinn lífstíðarbann. Þetta er mikil breyting frá eins árs banninu sem nú er í gildi. Þrjú ár frá íþróttinni hefur talsverð áhrif á feril keppanda. Verði keppandi uppvís af marijúana notkun fær keppandinn 18 mánaða bann sé það fyrsta brot.

Þetta breytir landslaginu í MMA gríðarlega. Íþróttsamband Nevada mun óska eftir að önnur íþróttsambönd fylgi þeirra fordæmi og herði refsingar sínar.

Falli keppandi á lyfjaprófi eftir bardaga mun það hafa áhrif á úrslit bardagans. Áður hafa sigrar verið dæmdir ógildir (e. No contest) sé sigurvegarinn sekur um lyfjamisnotkun en nú mun sigur breytast í tap. Aðili sem tapar en féll ekki á lyfjaprófi líkt og andstæðingurinn fær tapið dæmt ógilt.

Þessar refsingar eru í samræmi við nýja stefnuskrá UFC í lyfjamálum. UFC hefur ekki enn kynnt nákvæma stefnu sína en á blaðamannafundi í febrúar tilkynnti UFC harðari refsingar við lyfjamisnotkun svo sem þriggja ára bann verði keppendur uppvísir að steranotkun. UFC og íþróttasamband Nevada ætla greinilega að taka hart á lyfjamálum eftir að stór nöfn á borð við Anderson Silva og Hector Lombard féllu á lyfjaprófi fyrr á árinu. Það er fáheyrt að refsingar séu svo þungar og verður áhugavert að sjá hvort að aðrar íþróttir feti í fótspor UFC og íþróttasambands Nevada.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Þetta eru frábærar fréttir og með þessu leiðir UFC í raun baráttuna gegn ólöglegri lyfjanotkun í USA og þó víða væri leitað. Vonandi taka aðrar íþróttir upp sömu afdráttalausu stefnuna í baráttunni gegn steranotkun.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular