spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÍþróttasamband Ohio veitir undanþágu svo CM Punk geti keppt

Íþróttasamband Ohio veitir undanþágu svo CM Punk geti keppt

Mickey-Gall-cm-punkCM Punk berst sinn fyrsta MMA bardaga á UFC 203 á laugardaginn. Samkvæmt reglunum ætti Punk ekki að fá að keppa en fær undanþágu.

CM Punk mætir Mickey Gall á UFC 203 sem fram fer í Cleveland, Ohio. Íþróttasamband Ohio fylkis er með yfirumsjón yfir bardögunum á laugardaginn og samkvæmt regluverki þeirra ætti CM Punk strangt til tekið ekki fá að keppa.

Regluverkið er mismunandi eftir fylkjum en í Ohio þurfa bardagamenn að vera með að minnsta kosti fimm áhugamannabardaga (og fleiri sigra en töp) til þess að geta barist atvinnubardaga. CM Punk hefur auðvitað aldrei barist og ætti í raun ekki að fá að keppa atvinnubardaga en þetta kemur fram á Combat Sports Law. Hægt er að sækja um undanþágu og hefur íþróttasambandið veitt honum slíka.

Athygli skal vakin á því að ekki allir bardagamenn berjast áhugamannabardaga áður en farið er í atvinnubardaga. Chris Weidman, Gunnar Nelson og Ronda Rousey t.d. fóru beint í atvinnubardaga og börðust ekki áhugamannabardaga.

CM Punk er fyrrum fjölbragðaglímukappi sem ákvað að skipta yfir í MMA. Hann er 37 ára gamall og mætir Mickey Gall á laugardaginn. Gall er aðeins 2-0 sem atvinnumaður og er ungur og upprennandi bardagamaður.

UFC 203 fer fram á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular