0

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Arlovski vs. Barnett

Arlovski-vs-Barnett

Um helgina fór fram lítið bardagaköld í Þýskalandi. Aðalbardagi kvöldsins var umleikinnn nostalgíu fyrir gamalgróna MMA aðdáendur en gerði gott. Bardaginn var fjörugur og skemmti áhorfendum í Barclayard höllinni og heima í stofu.

En hvaða máli skipti þetta kvöld? Það var ekki barist um titil og enginn stóð upp eftir kvöldið sem augljós áskorandi á ríkjandi meistara í neinum þyngdarflokki. Stundum er skemmtunin ein og sér nóg. Bardagi Josh Barnett og Andrei Arlovski var vissulega skemmtilegur en hann hafði þó þýðingu. Báðir þessir kappar eru á topp 10 á styrkleikalista UFC og í þungavigt þarf ekki marga sigra til að komast í toppbaráttuna. Josh Barnett sigraði erfiðan andstæðing mjög afgerandi og gæti því komið sér í mjög góða stöðu með einum sigri eða svo í viðbót.

Fyrir Andrei Arlovski er staðan frekar slæm þessa stundina. Þetta var þriðja tapið í röð sem gæti þýtt loka naglinn í líkkistuna fyrir suma en þó ekki í þungavigt. Auk þess er Arlovski stórt nafn og fyrrum meistari. Hann mun því fá fleiri tækifæri og sennilega sigra nokkra stóra bardaga áður en hann ákveður að hætta. Fyrir nákvæmlega ári síðan var Arlovski á sex bardaga sigurgöngu og með gríðarlega mikinn meðbyr. Skjótt skipast veður í lofti.

Vandamálið í þungavigt er einfaldlega sú að það vantar alla endurnýjun. Stórir íþróttamenn munu í flestum tilvikum frekar velja körfubolta og ruðning á meðan tekjumöguleikarnir eru miklu meiri í þeim hluta bæjarins. Vonandi er það þróun sem fer að snúast við með smá hækkandi launum í MMA.

Geðþekki Svíinn Alexander Gustafsson snéri aftur gegn Pólverjanum Jan Blachowicz þetta kvöld. Bardaginn virtist hugsaður til að byggja upp sjálfstraust Gustafsson eftir tvö töp í röð. Þetta var samt hættulegur bardagi þó svo að Blachowicz sé ekki á topp 15 á styrkleikalista UFC. Standandi virtist bardaginn nokkuð jafn og Gustafsson virtist ekki upp á sitt besta. Hann ákvað því að taka litla sénsa, ná fellum og stjórna á gólfinu. Kannski ekki skemmtilegasti bardaginn en Gustafsson náði sér í sigur eins og lagt var upp með. Hvernig væri að sjá hann á móti Glover Teixeira næst?

Það voru kannski ekki miklar væntingar fyrir bardaga Ryan Bader og Ilir Latifi en stílarnir voru samt áhugaverðir. Báðir eru sterkir glímumenn með þungar hendur og bardaginn var skemmtilegur á að horfa. Það var svo Ryan Bader sem átti tilþrif kvöldsins með mögnuðu rothöggi í annarri lotu. Bader er yfirleitt ekki vinsælasti bardagamaðurinn en hann er búinn að vinna sex af síðustu sjö bardögum, meðal annars gegn Rashad Evans, Phil Davis og Ovince Saint Preux. Elskið hann eða hatið hann, Ryan Bader er einn besti bardagamaður í heimi í léttþungvigt og hann er ekki á förum í nánustu framtíð.

bader

Lítið annað fréttnæmt gerðist þetta kvöld. Af einhverjum ástæðum var bardagi Rustam Khabilov og Leandro Silva fyrsti bardagi kvöldsins. Það er bardagi sem hefði átt að vera fyrsti bardaginn á aðalkvöldinu. Khabilov sigraði á stigum en að margra mati hefði Silva getað tekið þetta. Leiðinlegt þegar svona gæða bardagi fær ekki að njóta sín til hins fyllsta.

Óskar Örn Árnason

- Blátt belti í jiu-jitsu
- Hlaupari
- Þriggja barna faðir
Óskar Örn Árnason

Comments

comments

Óskar Örn Árnason

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.