0

UFC 203 Countdown

Countdown þátturinn fyrir UFC 203 er kominn. Í þættinum er fylgst með þeim bardagamönnum sem berjast á laugardaginn.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Stipe Miocic og Alistair Overeem um þungavigtartitilinn. Þetta verður fyrsta titilvörn Miocic síðan hann tók beltið af Fabricio Werdum í maí.

Fabricio Werdum mætir Travis Browne í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Werdum er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur en þeir Werdum og Browne mættust árið 2014 þar sem Brasilíumaðurinn sigraði eftir dómaraákvörðun.

Fyrrum fjölbragðaglímukappinn CM Punk mun loksins berjast sinn fyrsta MMA bardaga á laugardaginn. Hann mætir Mickey Gall sem er sjálfur aðeins með tvo bardaga.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.