spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJacare mætir Kelvin Gastelum í maí

Jacare mætir Kelvin Gastelum í maí

Ronaldo ‘Jacare’ Souza mætir Kelvin Gastelum á UFC 224 í maí. Hugsanlega mun sigurvegarinn fá næsta titilbardaga í millivigtinni. UFC tilkynnti þetta í gærkvöldi en UFC 224 fer fram í Brasilíu þann 12. maí.

Síðast sáum við Jacare klára Derek Brunson með rothöggi í 1. lotu í lok janúar. Hinn 38 ára Jacare er 8-2 á ferli sínum í UFC en einu töpin hans voru gegn Yoel Romero og Robert Whittaker. Að öllum líkindum mun Romero mæta meistaranum Whittaker þegar sá síðarnefndi hefur náð heilsu.

Kelvin Gastelum er 4-1 (1) síðan hann fór upp í millivigt. Gastelum rotaði fyrrum meistarann Michael Bisping í nóvember og hefur litið vel út í millivigtinni. Hans eina tap var gegn Chris Weidman í fyrra og þá var einn bardagi dæmdur ógildur (rothögg gegn Vitor Belfort) eftir að hann féll á lyfjaprófi fyrir grasreykingar.

Vitor Belfort mun svo mæta Lyoto Machida á sama kvöldi og stefnir því í eitt gott brasilískt bardagakvöld í maí.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular