Ronaldo ‘Jacare’ Souza er ekki lengur á samningi hjá UFC. Jacare klárar ferilinn í UFC eftir fjögur töp í röð.
Hinn 41 árs gamli Jacare hefur átt brösugu gengi að fagna undanfarin ár. Jacare tapaði um síðustu helgi fyrir Andre Muniz en Muniz braut hönd hans í 1. lotu. Þetta var fyrsta tap Jacare eftir uppgjafartak á ferlinum í MMA og hans fimmta tap í síðustu sex bardögum.
Bardaginn gegn Muniz var síðasti bardaginn á samningi Jacare við UFC og hefur UFC ákveðið að endurnýja ekki samninginn. Jacare er því laus allra mála hjá UFC og er frjálst að semja við önnu bardagasamtök ef hann vill berjast áfram.
Jacare þarf þó fyrst að jafna sig á slæmu handleggsbroti sem hann varð fyrir í síðasta bardaga en hann gekkst undir aðgerð á dögunum.
Jacare var lengi vel einn af bestu millivigtarmönnum heims en tókst aldrei að vinna sér inn titilbardaga í UFC. Hans bestu ár eru klárlega að baki og spurning hvort hann vilji berjast áfram utan UFC.