spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC bannaði GSP að boxa við Oscar De La Hoya

UFC bannaði GSP að boxa við Oscar De La Hoya

Georges St. Pierre var boðið að boxa við Oscar De La Hoya á dögunum en UFC kom í veg fyrir það. Georges St. Pierre er hættur í MMA en er samt ennþá samningsbundinn UFC.

Georges St. Pierre (GSP) tók sér frí frá MMA árið 2013 þegar hann var veltivigtarmeistari. Árið 2017 snéri hann aftur í búrið og sigraði Michael Bisping í millivigt en tilkynnti 2019 að hann væri formlega hættur í MMA.

Triller, sem setti upp bardaga Jake Paul og Ben Askren, hefur reynt að setja saman box bardaga fyrir gömlu goðsögnina Oscar De La Hoya. Reynsluboltinn er orðinn 48 ára gamall og var GSP mögulegur andstæðingur fyrir De La Hoya. UFC bannaði hins vegar GSP að boxa hjá Triller.

„Ég skil að Dana vilji ekki að ég berjist. En þetta hefði verið skemmtilegt. Ferill minn sem bardagamaður er búinn. Ég er orðinn fertugur og MMA er íþrótt fyrir unga menn,“ sagði GSP á dögunum.

„Að boxa við goðsögn á borð við Oscar De La Hoya hefði verið draumur. Hann er einn af mínum uppáhalds boxurum á eftir Sugar Ray Leonard. Auk þess hefði stór hluti af tekjunum mínum frá bardaganum runnið til góðgerðarmála. Þetta hefði verið fyrir góðan málstað, bara til að sýna að við værum ekki að taka þessu of alvarlega.“

De La Hoya sagði á dögunum að þetta myndi vera einn stærsti bardagi GSP tekjulega séð en Dana White, forseti UFC, var pirraður á blaðamannafundi um helgina þar sem hann sagði Triller að „láta sína menn í friði“.

GSP virðist því enn vera læstur á samningi við UFC þrátt fyrir að hafa lagt hanskana á hilluna. De La Hoya er aftur á móti að reyna að koma sér aftur á stað og hefur verið að vinna með Triller.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular