spot_img
Monday, May 12, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJailton Almeida vill meistarann en er tilbúinn að mæta skrítnum Ciryl Gane

Jailton Almeida vill meistarann en er tilbúinn að mæta skrítnum Ciryl Gane

Jailton Almeida hefur barist vel undanfarið og hefur hann nú kallað út tímabundinn þungavigtarmeistara UFC, Tom Aspinall. Almeida er með báða fætur á jörðinni og áttar sig á því að hann er ekki næstur í röðinni en ef ske kynni að ekki verði úr bardaga Jon Jones og Aspinall er Almeida tilbúinn að stíga inn sem næsti áskorandi Aspinall í þungavigtinni. Almeida hefur unnið tvo bardaga í röð og er að stimpla sig vel inn í þungavigtina en er tilbúin til að mæta Ciryl Gane næst ef hann getur ekki fengið bardaga um titilinn.

Almeida er þó ekki viss um að Gane vilji berjast gegn sér og hefur Almeida oftar en einu sinni kallað út bardaga gegn Gane en Gane hefur ekki minnst á Almeida einu orði að sögn Almeida. Ég vil ekki halda að hann sé hræddur því að hann er góður bardagamaður en hann er skrítinn. Sagði Almeida þá að hann vilji berjast við Gane því hann telur það vera sá bardagi sem muni gefa honum besta möguleika á titilbardaga en einnig kemur til greina að berjast gegn Alexander Volkov.

Jailton Almeida hefur sigrað tvo bardaga í röð frá því að hann tapaði gegn Curtis Blaydes árið 2024. Hann sigraði Alexandr Romanov með uppgjafartaki í fyrstu lotu í júní 2024 og þá sigraði hann Serghei Spivac með tæknilegu rothöggi þann 28. janúar síðastliðinn.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið